Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 148
138
ÚRVAL
hringur, sem glóði með bláhvit-
um glampa í daufu skini dög-
unarinnar!
Væri hugmynd mín á rökum
reist, hafði Prakkari tekið hring-
inn og farið með hann út á bak-
svalirnar, en þar hafði Poe einn-
ig komið auga á dýrgrip þennan.
Og þarna var fundin orsök þess-
arar háværu viðureignar, sem
liafði vakið mig um morgun-
inn.
Og það var mjög liklegt, að
sá svarti þjófur hefði unnið
enn á nýjan leik, og að honum
hefði að minnsta kosti tekizt
að fljúga burt með herfangið.
Ég varð að biðja séra Hooton
um leyfi til þess að klöngrast
upp i 75 feta háan klukkuturn-
inn. Það var dimmt í stigunum
og allt fullt af köngurlóarvefum.
Sum þrepin voru laus, svo að ég
varð dauðhræddur um, að ég
kynni að hrapa. En aftur varð
ekki snúið. Að lokum komst ég'
upp i litlu klukkukompuna efst
uppi i turninum. Það var breitt
bil á milli gluggalileranna, og út
um það gat að líta allan bæinn
og lækinn, sem rann i áttina til
árinnar. Ég stóð þarna um stund
og virti fyrir mér veröldina
fyrir neðan mig.
En svo minntist ég skyndilega
erindis míns og tók að leita
í rykugri klukkukompunni. Og
á bak við hrúgu af gömlum
sálmabókum, sem einhver bjáni
hafði draslað upp í þessa furðu-
legu geymslu, fann ég óreglu-
lega lagaða hrúgu af kvistum og
blöðum og svörtum fjöðrum.
Það var þetta, sem Poe kallaði
heimili. Poe var farið eins og
fólki þvi, sem geymir peninga
í rúmdýnum sínum, því að hann
hafði gert rúm sitt enn óþægi-
legra með þvi að hrúga í það
gljáandi drasli, sem fyllt hafði
allt hreiðrið og jafnvel oltið út
á gólf. Þarna voru glerkúlur og
málmkúlur og ein ósvikin kúla
úr agat, en kúlum þessum hafði
Poe stolið frá okkur strákunum,
þegar við vorum í kúluspili. Og
þarna var fótboltaflautan mín,
sem hann hafði gripið á flögri
yfir vallarlinunni, síhrópandi:
„En gaman! En gaman!“ Og
þarna voru brot úr koparplöt-
um, annar billykillinn okkar og
... hið dásamlegasta af öllu ...
var ... að þarna var líka . . .
sjálfur demantshringurinn henn-
ar Theo!
Nú kom Poe flögrandi inn um
gluggann, og nú hrópaði hann
ekki: „En gaman!“ Nei, hann
skrækti og bölvaði mér í sand
og ösku, líkt og það væri ég,
sem væri þjófurinn, en hann
fórnardýr, sem órétti væri beitt-
varnarlaus húsmóðir!
Ég stakk nokkrum af þessum
stolnu hlutum í vasa minn: beztu