Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 141
LITLI PRAKKARINN
131
„Æ, gætirðu ekki lofað okkur
pabba að vera hérna áfram í
friði?“ sagði ég dapur á svip.
Ég sagði Tlieo, að við höguðum
lífi okkar einniitt á þann liátt,
sem við sjálfir kysum, og síðan
bætti ég við þrjózkulega: „Og
þú ert að minnsta kosti ekki
móðir mín!“
„Æ, sólargeislinn minn,“ sagði
hún iðrunarrómi, og svo vöknaði
henni skyndilega um augun.
Svo kom hún til min og kyssti
mig bliðlega.
Theo liafði enn ekki komið
auga á Prakkara. Hann hafði
látið litið á sér bera, aðeins virt
liana fyrir sér og lilustað á orð
hennar, íhugull á svip. Ef til vill
hefur hann ekki verið óskeikull
mannþekkjari, en það var furðu-
legt, hver áhrif hin minnsta
raddbreyting hafði á hann. Hann
vissi, hvenær verið var að hrósa
honum eða skamma hann, vissi,
hvenær fólk var vingjarnlegt eða
reitt. Hann treysti þessari ó-
kunnu, rauðhærðu konu ekki
fyllilega, þótt oft gyti hann aug-
nnum til hins gljáandi hárs
liennar.
Ástæðan fyrir því, að liann
hafði verið henni sem ósýnileg-
ur, var sú, að hann lá á gólf-
ábreiðu, sem líktist jagúarskinni,
og rendurnar i henni runnu
saman við rendurnar í feldinum
hans. Og Theo brá því alveg of-
boðslega, þegar liann þaut upp
af gólfábreiðunni, líkt og andi
jagúarsins væri að steypa sér
yfir hana.
„Hvað í ósköpunuin er þetta
nú?“
„Þetta er liann Prakkari, litli
góði þvottabjörninn minn.“
„Ertu að segja mér, að hann
eigi heima hérna á heimilinu?“
„Ja, bara stundum.“
„Bítur hann?“
„Ekki nema þú lemjir hann
eða skammir.“
„Komdu þessari skepnu strax
út héðan, Sterling.“
„Jæja þá,“ sagði ég ólundar-
lega og vissi, að Prakkari gæti
opnað bakhurðina og komizt
inn, þegar honum sýndist.
„Jæja, hjálpaðu nú Jennie með
farangurinn,“ sagði Theo, „og
settu hann i svefnherbergið
niðri.“
Ég dirfðist ekki að segja henni,
að ég svæl'i einmitt í því her-
bergi... já, og einmitt hann
Prakkari.
Mér var svo sem alveg sama,
þótt Theo legði undir sig svefn-
herbergið niðri. Þegar hún kom
i heimsókn, lagði lnin það æ-
tíð undir sig ásamt hjáliggjandi
baðherbergi. Hún sagði, að það
væri ómögulegt að sofa i öðrum
rúmum í húsinu en þessu eina.
Vandamálið var fólgið í þvi
að útskýra þessa breytingu fyrir