Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 108
98
ÚRVAL
götur undirlxeima lians, næsturn
allt frá því er Grikkir hófu fyrst
að reisa hana.
Þessir náungar lifa á eigin
hyggindum, eigin lævísi og pen-
ingum annars fólks. Þeir eru yf-
irleitt hórmangarar, eiturlyfja-
salar, þjófar og vindlingasmygl-
arar. Og einnig eru þeir „fínir
herramenn“, meðan straumur
skemmtiferðamannanna er sem
mestur.
Þá dulhúa þeir sig í strand-
föt eða glæstan sportfatnað og
heimsækja Cannes, Nizza og
Monte Garlo. Og' á þessum stöð-
um leika þeir listir sínar, sem
taka fram öllum listum Houdini
sjónhverfingamanns. Er þar yfir-
leitt um hvers kyns fjársvik og
pretti að ræða.
Þeir losa auðtrúa skemmti-
ferðamenn við skartgripi þeirra.
Þeir gleðja ástsjúkar og bjart-
sýnar piparmeyjar og' grasekkj-
ur ofurlítið, áður en þeir labba
burt með demantana þeirra.
Og hinir ofdirfskufyllri þeirra
á meðal ganga jafnvel svo langt
í ósvífninni, að þeir ræna skart-
gripum og öðrum verðmætum
frá heimsfrægu fólki, t. d. ekkju
sjálfs Aga Iíhans, en þeir los-
uðu hana við hið ómetanlega
safn hcnnar af gulli og gim-
steinum.
Lögreglumennirnir í Marseille
eiga sjaldan náðuga daga. Þeir
reyna að hamla gegn glæpaverk-
unum 48 stundir á sólarhring
ef svo mætti að orði komast.
Þeir mega aldrei slaka á klónni.
En augsýnilega nægir þetta
ekki, þvi að nú hefur franska
stjórnin séð þeim fyrir einu
splunkunýju vandamáli til við-
bótar hinum, sem fyrir voru.
Á ég þar við flóttamennina frá
Alsír.
Þessir alsírsku Evrópumenn
vilja heldur búa í Frakklandi
undir stjórn de Gaulles, manns,
sem þeir hata, en að húa í
Alsír á jafnréttisgrundvelli við
alsírsku Arabana, kynþátt, sem
þeir fyrirlíta. Þvi er gert ráð
fyrir, að a. m. k. 500.000 þess-
ara Evrópubúa hafi þegar hald-
ið yfir Miðjarðarhafið, síðan
Alsír fékk sjálfstæði. Og a. m.
k. 100.000 þeirra hafa setzt að
í Marseille.
Slíkt er engin furða, þvi að
Marseille gæti verið alsírsk borg
eftir útlitinu að dæma. Brenn-
andi sólskinið, hávaðinn, rykið,
óhreinindin, vændiskonurnar og
glæpirnir, allt ljær þetta borg-
inni alsirskan svíjj.
En það er langt því frá, að
það sé auðvelt fyrir þessa svo-
kölluðu „Svartfætlinga“ að koma
sér fyrir í Marseille. Þeir hafa
skilið allar eigur sinar eftir,
og þeir eru þvi peningalitlir.
Þar að auki er erfitt að fá at-