Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 57
SÍÐASTA IlRl'iF DOOLEYS LÆKNIS
47
Að svo mæltu sendi ég þér,
ásamt hamingjuóskum með próf-
ið, þá ósk mína, að þú kynnist
þeirri hamingju, sem fylgir því
að þjóna öðrum, sem ekkert
hafa.
Með heztu óskum ávallt þinn
einlægur Tom.
» »« «
LÆKNING MAGASÁRA.
Læknaskóli Minnesotafylkis hefur enn gert frekari tilraunir
með hinar nýju magakælingaraðferðir til lækninga magasára,
og hefur árangurinn enn reynst góður. Aðferðin er 1 þvi fólg-
in, að dregið er úr magasafaframleiðslu með því að setja belg,
fylltan köldu alkohóli, ofan í magann. Þeir 86 sjúklingar, sem til-
raunir þessar voru nýlega gerðar á, losnuðu allir við verkja-
köst, og á 2—6 vikum kom það í ljós, að sárin voru tekin að gróa.
Bnglish Digest.
AUKIÐ ÖRYGGI Á FLUGVÖLLUM
Tilraunir með útbúnað til þess að hindra, að flugvélar renni
út af flugbrautum við flugtak og lendingu, hafa gefið góða raun,
og ætti þannig að hafa skapazt aukið öryggi fyrir flugfarþega.
Aðferð þessi styðst við svipaðar meginreglur og beitt er til þess
að hjálpa flugvélum að lenda og hefja sig til flugs á þilförum
flugvélamóðurskipa. Þessi stöðvunarútbúnaður er geysisterkur
stálkrókur, sem flugvélin lætur falla og grípa á um kaðla, sem
strengdir eru yfir brautina og leyfa mikla „fjöðrun". Þrýstilofts-
flugvél, sem brunaði eftir braut með 150 mílna hraða, var stöðv-
uð allt að því „mjúklega“ á rúmri 500 metra vegalengd.
English Digest.
AUKIN ÞÆGINDI STANGVEIÐIMANNA.
Þegar stangveiðimaður er svo heppinn, að fiskur bítur á hjá
honum, þá verður hann að horfast í augu við það vandamál að
draga inn línuna, en vera samtímis reiðubúinn með háfinn til
þess að háfa fiskinn. Nú eru komnar á markaðinn vélknúðar
veiðistengur, sem ganga fyrir rafhlöðu. Þannig getur veiðimað-
urinn dregið inn línuna með annarri hendinni (með því einu
að ýta á hnapp), en haldið háfnum tilbúnum i hinni. tJtbúnaður
þessi kostar um 14 sterlifngspund.
English Digest.