Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 151
IJTLl PRAKKARINN
141
með bandi í..
„Það nægir ekki,“ urraði Cy
Jenkins.
„Og byggir búr handa hon-
um . . .“ bætti faðir minn við.
Nú tók Prakkari að kjökra,
og ég leit áhyggjufullur af einum
nágrannanum á annan. Frú
Walter Dabbett varð fyrst til
þess að sýna okkur svolitla sam-
úð. Svo í'ór einhver að lilæja,
og þá var sem allir róuðust.
„Jæja, þá er það ákveðið,“
sagði pabbi. „Sterling, viltu ekki
ná í glös og könnu með köldum
vínberjasafa?"
Drykkurinn kældi skaphita
allra viðstaddra, en strax og ná-
grannarnir voru farnir, sneri ég
mér reiðilega að pabba og sagði:
„Þú getur stungið glæpamönn-
um í tugthúsið, en ekki litla,
góða þvottabirninum minum.
Hvernig ætli þér þætti að vera
teymdur um allt í bandi?“
„Svona, Sterling,“ sagði fað-
ir minn róandi röddu. „Það er
nú samt betra en að láta skjóta
Prakkara."
„Jæja þá, en ég held, að það
væri bezt, að við Prakkari strykj-
um að heiman og færum að búa
i kofa úti i skógi. Kannske ger-
um við það einmitt.“
Pabbi velti þessu fyrir sér um
stund og sagði svo: „Hvernig
litist þér á að koma í hálfs-
mánaðar ferð .. . alla leið út að
Superiorvatni? Þú mátt taka
Prakkara með.“
„Er þér alvara?“
„Auðvitað. Þú getur beðið
Conwaystrákana um að gefa
Wowser og hugsa um garðinn
þinn.“
Frestur! Ég þreif Prakkara
upp og fór að dansa um gólfið
með hann í fanginu eins og óður
maður. Þetta olli honum ekki
neinum óróa. Hann var alltaf
til í tuskið. Ég spurði pabba:
„Hvenær getum við lagt af stað,
pabbi?“
„Nú, á morgun, býst ég við,“
svaraði hann. „Ég ætla bara að
setja upp skilti á skrifstofulnirð-
ina og tilkynna brottför mína.“
TVEGGJA VIKNA FRESTUR
Pabbi fékkst aðallega við að
kaupa og selja búgarða og jarð-
ir. Hann keypti búgarða, fékk
lán út á þá, notaði svo þá
peninga til þess að kaupa ann-
an og svona koll af kolli. Þessi
sífelldu kaup og sala gerðu hann
næstum gjaldþrota, livenær sem
afturkippur varð í landbúnað-
inum. En þetta borgaði sig vel
árið 1918, því að þá var gott
verð á jörðum. Og oft setti liann
upp svohljóðandi skilti á skrif-
stofuhurðina: „Verð ekki við í
dag.“ Stundum var um fleiri
en einn dag að ræða.
Við lögðum af stað í Oldsmo-