Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 84
74
IJRVAL
ir aftur, en þeir liöfðu ekki liaft
með sér þá hundrað spekinga,
sem hann hafði farið fram á.
Þá tók til máls Marco Polo,
hinn drengilegi, ungi maður,
sem komið hafði einnig með
föður sinum Nicolo: „Vera má,
að af því, sem ég hef lesið og
kynnt mér, geti ég frætt yður
nokkuð um Vestræna vizku.“
„Kannt þú skil á sannindum,
scm losað geta mína dýrmætu
dóttur frá kvölum, sem hrjá
hinn veikbyggða líkama henn-
ar?“
„Látið mig segja lienni frá
vorum Vestræna vísdómi.“
An mikilla umsvifa var skund-
að með Marco frá Hásætissaln-
um Mikla í svefnhús Kwen
Ching. Dag eftir dag, áður en
timi hennar var fullnaður,
hlýddi hún á frásögn hins unga
manns. Hvenær sem honum
vannst tími til, kom gamli Kub-
lai til þeirra og hlýddi á og
gladdist yfir því, að orð Morcos
veittu henni fróun.
Er tími hennar var kominn
og litla Cocacin leit dagsins
Ijós, dó Kwen Ching. Lostinn
þungum harmi, gat Kublai Khan
ekki fengið af sér að ásaka
Marco, þótt hin vestræna vizka
hans hefði ekki hjargað Kwen
Ching, miklu fremur þótti hon-
um sem ungi maðurinn hefði
orðið honum kærari en hans
eigin synir. En Cocacin litla
varð honum dýrmætari en sjálft
lífið.
Það var afþreying hans, að
fara upp í konunglega barna-
herbergið, taka Litla Blómið í
fang sér og ganga með hana
um garðinn fram og aftur i
sólskininu, með Marco við hlið
sér, og láta hann segja frá hin-
um óluinnu löndum og þjóðum,
sem hann hafði komið til á hinni
löngu leið sinni frá föðurlandi
sínu Ítalíu.
Á svipstundu liafði Ivublai séð,
að hann hafði við hlið sér al-
veg óvenjulegan mann, ungan
mann, góðviljaðan, þolinmóðan,
hæverskan og umburðarlyndan,
náttúrudýrkanda, skarpskyggn-
an í athugun sinni á ókunnum
þjóðum, siðum þeirra og hátt-
um og auk þess hugaðan, heið-
arlegan, kænan, snarráðan,
sómakæran og óttalausan. Á
slíkum manni þurfti hann að
lialda þegar í stað, til þess að
fara til hins hrikalega lands
fyrir norðan Tíbet og skýra sér
satt og rétt frá ástandinu þar.
Hávaðalaust útnefndi hann
Marco Aukaerindreka hins Keis-
aralega Ráðs og sendi hann taf-
arlaust í sina fyrstu sendiför.
Fyrr en Kublai taldi hugsan-
legt, var Morco kominn aftur
með greinilega og nákvæma