Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 65
SÝKLALAUSAR LÍFVERUR
55
eru þeir aldir á sýklalausum
mat, verpa eggjum og unga
þeim út.
ErfiSara er að fást við spen-
dýr. Til þess að fá sýklalaus
dýr verður að taka ungana með
keisaraskurði rétt áður en
kemur að fæðingu. Með flókn-
um útbúnaði er séð til þess að
taka fóstrið án þess að loftið
í skurðstofunni nái að ieika
um það og setja beint í sýkla-
lausan tank. Dauðhreinsað loft
leikur um tankana, ungarnir
eru aldir á sýklalausum mjólk-
urefnum. Ungarnir eru matað-
ir með áfestum gúmmíhönzk-
um, sem eru dauðhreinsaðir að
innan.
Kostnaðarsamt er að fæða ap-
ana, en grísir eru ódýrari, •—•
enda eru þeir fæddir sjáandi,
og geta farið að éta hjálpar-
laust rétt strax. Mýs og nag-
grísir lifa kynslóð eftir kyn-
slóð í þessum sýklalausu tönk-
um og er vandinn ekki annar
en að sjá til þess að fæði þeirra
sé sýklalaust.
Dr. Newton við ofnæmis-
stofnun Bandaríkjanna notar
sýklalaus dýr til þess að rann-
saka mannlega sjúkdóma. —
Hann hefur fundið, að sýklar
eru nauðsynlegir til þess að
taugaveiki geti myndazt. Við
Walter Reed-sjúkrahúsið hafa
vísindamenn komizt að því, að
dýr, sem alin eru upp i sýkla-
lausum tönkum deyja innan
tveggja sólarhringa er þau
koma í' venjulegt andrúmsloft.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Aðeins helmingur dýr-
anna deyr, hinn helmingurinn
lifir góðu lífi og er ekki næm-
ari fyrir sýkingu en þau dýr,
sem alin eru upp við venjuleg-
ar aðstæður. Þessar tilraunir
geta kannski gefið skýringu á
því, að sumir íbúar norðlægra
landa sýkjast hastarlega af
ýmsum hitabéltissjúkdómum
en aðrir sleppa svo til alveg.
En tilraunir þessar verða
samt dýrmætastar vegna þess
hve mikla möguleika þær opna
á sviði skurðlækninga. Þrátt
fyrir allar varúðarráðstafanir
hefur bingað til verið ómögu-
legt að koma í veg fyrir að sýkl-
ar berist að opnum skurðum og
sárum. Nú er verið að undir-
búa uppskurði, þar sem sluirð-
læknirinn framkvæmir aðgerð-
ina þannig að loft komizt alls
ekki að skurðstaðnum.