Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 116
106
ÚRVAL
fegra útlit alls konar efna, vegg-
fóðurs, plastefna og „antik“-
glervöru. Nota iná það tii þess
að finna húðorm í hársverði,
finna sprungur og galla í málm-
um, er annars væru ekki greini-
leg, eða hafa upp á glæpamönn-
um með þvi að veita fingraför-
um og blettum flúrskinseinkenni
og einkenna á ýmsan liátt, út-
þurrkanir og falsanir er annars
bæru engin sýnileg merki.
Farið er með liið „svarta ljós“
langt upp í óbyggðir i leit að
tungsten, zinki og öðrum málm-
æðum. Hægt er að gera flúrskins-
litarefni svo vel sýnileg, að þau
glói, og eru þau oft notuð til
þess að rekja slóðir vatnsstraums
og vatnsaga neðanjarðar, ákvarða
aldur gamalla hannyrðamuna
eða rannsaka forn húsgögn, og
er hið síðasttalda gert með hjálp
flúrskins i lími. Útfjólubláir
geislar gera sérfræðingum mögu-
legt að ákvarða aldur og upp-
runa málverka, ákveða, hvort
um ósvikin málverk og aðra ó-
svikna listmuni er að ræða eða
aðeins eftirlikingar eða falsan-
ir.
í flokki útfjólubláu peranna
eru einnig perur, sem sótthreinsa
mjög vandlega eða rörperur,
sem eyða margs konar sótt-
kveikjum, og vernda þessar per-
ur því fólk fyrir margs konar
sjúkdómum. Hið ósýnilega Ijós
þeirra getur drepið sóttkveikjur
og tryggt hreinleika lyfja og
kemiskra efna.
Búin hefur verið til pera,
sem á að verða nokkurs konar
böðull sóttkveikja, veira og
myglusveppa. Þegar lienni er
komið fyrir i upphitunar- eða
loftræstingarrásum, ver hún
fjöiskylduna- gegn slíkum óvin-
um. Tilraunir liafa sýnt, að hægt
er að eyða um 80% þeirra veira
og sóttkveikja, er berast í lofti,
með því að koma einni útfjólu-
blárri peru fyrir í upphitunar-
eða loftræstingarrásum. Ein teg-
und af þessum perum getur
framkallað geislun, sem er 100
—1000 sinnum áhrifameiri við
að ráða niðurlögum sóttkveikja
og veira en sama magn útfjólu-
blárrar geislunar frá sólinni, að
því er framleiðendur telja.
í háskólasjúkrahúsi Dukeliá-
skólans í Durham i Norður-Kar-
ólínufylki njóta tíu skurðstofur,
birgðageimslur, sáraumbúða-
geymslur og aðgerðarstofur nú
útfjólublárrar geislunar. Starfs-
menn sjúkrahússins lýsa því yf-
ir, að þessar perur dragi um
85% úr ígerðum og skemmdum
.skurðsára, sem oft verður vart
við að uppskurðum loknum, auk
þess að þær dragi úr hita sjúkl-
inga eftir uppskurði, flýti fyrir
græðslu sára og stytti þann tíma,
sem sjúklingnrinn þarf til þess