Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 34
24
ÚRVAL
ósjálfrátt frá ofninum. Alkunn-
ugt cr hnéviðbragð, sem læknir-
inn framkallar með því að slá
með gúmhamri rétt neðan við
hnéskelina. Það er aðeins gert
í rannsóknarskyni, til þess að
meta heilbrigði og viðbragðs-
flýti taugakerfisins.
Framleiðsla hinna sex munn-
vatnskirtla, sem nemur 1—1%
lítra af munnvatni á dag, er
það af viðbrögðum (reflexum)
líkamans, sem einna mest hef-
ur verið athugað. Þessir litlu
kirtlar bi'egðast við (react to)
ýmsum óþægindum eða óeðli-
legu ástandi líkamans. Tapi lík-
aminn of miklu af vatnsforða
sinum —- 20% tap er banvænt
— svara munnvatnskirtlarnir
með því að framkalla þorsta-
tilfinningu. Þeir svara einnig
utanaðkomandi áhrifum. Aðal
ætlunarverk munnvatnsins er að
bleyta upp fæðuna, til undir-
búnings undir meltinguna. Við
ilminn af, eða jafnvel bugsunina
um góða steik, „kemur vatnið
fram í munninn á manni.“ Ótti
eða áhyggjur valda hins vegar
þurrk í munninum, þess vegna
þarf taugaspenntur fyrirlesari
að hafa hjá sér vatnskönnu.
Tvan Pavlov, binn frægi rúss-
neski lífeðlisfræðingur, komst að
raun um, að liann gat framkall-
að munnvatnsrennsli með vissri
þjálfun. Hann hringdi bjöllu i
hvert sinn sem hann færði liund-
um sínum mat. Brátt settu hund-
arnir bjölluna í samband við
matinn. Eftir nokkurn tíma
þurfti hann ekki annað en að
hringja bjöllunni, þá hófst munn-
vatnsrennslið hjá þeim, enda
þótt enginn matur kæmi.
Þannig má einnig þjálfa önn-
ur viðbrögð eða ósjálfráða starf-
semi. Æfður slaghörpuleikari
getur spjallað um heima og
geima á meðan hann leikur.
Jafnvel þótt hann einbeiti hug-
anuin að samræðunum, slær
bann aldrei á skakka nótu, leilc-
ur bans er alveg sjálfvirkur
(automatiskur). Fyrir allmörg-
um árum kynntist ég blaðasím-
ritara, sem gat lesið í blaði eða
haldið uppi samræðum á meðan
liann vélritaði fréttatilkynning-
ar, sem bonum voru símritaðar
með miklum hraða. Ekki eitt
einasta orð úr fréttaskeytunum
komst inn í meðvitund bans.
Augun ráða yfir ýmsum varn-
arviðbrögðum. Sjáöldrin dragast
saman í sterkri birtu, til þess
að hleypa ekki inn of miklu
ljósi, sem gæti skaðað þau. Yér
deplum augunum í sífellu, þar
sem augnalokin verka eins og
gluggaþurrka til að halda aug-
unum breinum og rökum, en
tárakirtlarnir framleiða vökva
(tár) til að baða augun með.
Stundum ber það við að tára-