Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 70
60
ÚRVAL
Þessi mynd af silfurskýjum er sænsk, tekin í Torsta kl. 0.20 þann 11. ágúst
1958, nákvæmlega fimm árum áður en mynd Flosa Sigurðssonar. Myndin er
tekin úr tímaritinu Tellus, 1962.
af skýjunum kom nú í ljós
skammt austan við háloft, síðan
hárust þau austur, en dofnuðu
mjög eða hurfu, er þau voru
komin niður í 30—40° hæð á
austurlofti. Var engu líkara en
þarna væri eins konar kyrrstæð
bylgja, þannig að loftið væri
á úppleið og kólnaði vestan til
i bylgjunni, en austanhallt í
henni væri niðurstreymi, sem
liitaði loftið og eyddi skýjum.
Vel má þó vera, að þarna hafi
verið önnur öfl að verki.
Ég gat þess áður, að mér hefðu
virzt silfurskýin bera mjög ein-
kenni venjulegra skýja, sem
mynduð eru af ískristöllum. En
eins og lýsing Skýjabókarinnar
ber með sér, hefur þetta verið
drggið í efa. Á seinni árum hef-
ur þó safnazt ýmis vitneskja,
sem bendir til þess, að ofarlega
i heiðhvolfi sé verulegt magn af
vatnsgufu, hvernig sem liún er
þangað komin. Til þess benda
m. a. mælingar, sem Japanar
hafa gert. Það er vitað, að inn
í hitahvolfið berst efni frá gufu-
hvolfi sólarinnar, og halda sum-
ir, að við efnabreytingar í há-
loftunum myndi það vatnsgufu.
Þvi er meira að segja haldið
fram, að allt vatnið í sjónum