Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 145
IJTLl PRAKKARINN
135
Og hann lét krabbann sannar-
lega ekki klípa sig öðru sinni.
Hann íór að sem atvinnuveiði-
maður, þegar hann veiddi næsta
krabbann sinn. Það var líkt og
þarna væri gamall og vitur
þvottabjörn á veiðum, gamall
náungi með mikla lífsreynslu
að baki.
Á heimleiðinni keypti ég jarð-
arberjadrykk. Án þess að biðja
um leyfi, stakk Prakkari annarri
loppunni niður i flöskuna og
sleikti siðan „fingur“ sína og
byrjaði svo að betla um meira.
Ég drakk megnið af jarðarberja-
drykknum, en skildi þó eftir dá-
lítinn slatta í flöskunni og bellti
síðan nokkrum dropum upp í
opinn munn Prakkara, er beið
græðgislega eftir vökvuninni.
Mér til mikillar undrunar greip
hann þá flöskuna með „hönd-
um“ og fótum, lagðist á bakið
og hélt flöskunni í hæfilegri
stellingu, á meðan hann svolgr-
aði i sig hvern dropa, er eftir
var. Og þaðan i frá var jarðar-
berjabragð bans uppáhalds-
bragð. Honum lærðist aldrei að
láta sér geðjast að sítrónubragði.
Morgun nokkurn, þegar það
var orðin föst venja, að Prakkari
sæti til borðs með okkur pabba,
gaf ég honum sykurmola. Hann
þuklaði á lionum, þefaði af hon-
um, og svo byrjaði hann á
,,þvottasiðunum“. Hann þvoði
hann vandlega í mjólkurskál-
inni sinni, En auðvitað tók það
molann aðeins nokkur augnablik
að bráðna i „höndum“ hans,
og olli það Prakkara mikillar
undrunar. Hann þuklaði vand-
lega um allan skálarbotninn til
þess að gá að því, hvort hann
hefði misst molann niður á botn-
inn, og siðan gáði hann i „lófa“
hægri „handar“ til þess að full-
vissa sig um, að hann væri tóm-
ur. Og svo skoðaði bann vinstri
„hönd“ sína á sama hátt. Að
lokum leit liann á mig og spurði
tístandi, dillandi röddu: „Hver
hefur stolið molanum mínum?“
Ég gaf honum annan mola,
sem hann skoðaði mjög vand-
lega. Hann byrjaði að þvo hann,
en svo hikaði hann við. í glamp-
andi, kolsvört augu hans kom
slægðarlegur glampi, og í stað
þess að þvo þennan mola, stakk
hann honum beint í munninn
og tuggði hann með auðsærri
ánægju. Ég sá Prakkara aldrei
gera tilraun til þess að þvo syk-
urmola upp frá þessu.
Aðra lexíu lærði hann líka
ótrúlega fljótt, en hún var fólg-
in í þvi, hvernig opna skyldi
bakhurðina. Snerillinn var bil-
aður, og ég hafði viljandi látið
það undir höfuð leggjast að láta
gera við hann, vegna þess að
kettirnir mínir kunnu svo vel
við að geta opnað hurðina og