Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 130
120
ÚRVAL
staðreyndum eða náttúrulögmál-
um. Hann mun vara þótt sól
sortni og stjörnur skorpni. I
elskunni til hans rúmast allar
hugsanir, þar á meðal hin ein-
læga dásömun, sem nú er gleði
min.
Fyrir meira en öld síðan gerð-
ist ung piparmey á Yorkshire-
heiðum, að dauða komin úr
berklum, stúlka að nafni Emily
Bronté, svo djörf að skýrgreina
Hann svo:
Þótt jörð og tungl hyrfu,
Og sólir og vetrarbrautir liðu
undir lok,
Og þú værir einn eftir,
Mundi samt öll tilveran vera
til i þér.
Með slíka fullvissu, i slíkum
félagsskap, er auðvelt fyrir
gamlan mann að ganga siðasta
áfanga leiðarinnar.
—☆—
Með dálitlu brjóstviti, dálitlu
umburðarlyndi; dálitlu léttlyndi,
gætir þú látið þér líða betur
á þessari reikistjörnu en þú
hefur hugmynd um.
W. Somerset Maugham.
Kunningi minn, sem hafði nýlega látið innrita sig í einn hinna
risastóru háskóla, varð alveg ringlaður, þar eð honum fannst
allt líf sitt vera orðið ein flækja af félögum, stofnunum, fyrir-
lestrasölum, námsslírám, bókalistum, nám'sskeiðslýsingum og
fleiru slíku. Því hélt hann á fund eins ráðgjafans við skólann
til þess að ræða þetta vandamál við hann.
Ráðgjafinn fann öll plögg hins nýja háskólastúdents með því
að ýta á vissa hnappa í risastóru rafeindaspjaldskrárkerfi skól-
ans, sneri sér síðan að hinum óhamingjusama, unga manni og
sagði brosandi við hann: „Auðvitað látum við okkur velferð yð-
ar einhverju skipta, nr. 21340.“ B. Epstein.
1 síðasta skipti sem sonur minn kom heim í frí, en hann leggur
stund á stærðfræði við Princetonháskólann, var hann að gorta
af hinum ofurmannlegu gáfum skólafélaga sinna. Mér fannst
hann taka sjálfan sig helzt til hátíðlega, og þvi spurði! ég: „E’n
skemmtið þið gáfnaljósin ykkur þá aldrei, eða hvað?“
„Auðvitað skemmtum við okkur,“ svaraði hann. „Þú ættir
bara að sja til okkar í klúbbnum."
„Nú, og hvað gerið þið þar?“ spurði ég.
„Nú, svaraði hann, „við sitjum umhverfis borð, fáum okkur
nokkur bjórglös og reynum að finna upp tvíræðar jöfnur." G.D.