Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 157
LITLI PRAKKARINN
147
vírrúllurnar. Ég notaði vírnets-
hurð sem inngöngudyr i búrið,
en ég gætti ])ess að loka henni
aldrei, á meðan ég var að vinna
að búrgerðinni, svo að Prakk-
ari fyndi ekki til innilokunar-
lcenndar.
En Jjað virtist illmannlega
gert að taka villtan þvottabjörn
úr skóginum og loka bann inni
i búri. Myndi Prakkari sakna
síns glataða frelsis? Hann varð
að fá meira húsrými og betra
skjól.
Nú datt mér snjallt ráð í hug.
Ég teiknaði bring á þann hlöðu-
vegginn, sem myndaði fjórðu
hlið búrsins, og sagaði gat á
vegginn. Fyrir innan gatið var
bás, sem hafði ekki verið notað-
ur lengi vel. Prakkari elskaði
holur og göt, stór sem smá. Ég
setti nýjan hálm í básinn og
girti hann með vírneti. Á meðan
var þvottabjörninn minn alltaf
að skjótast út og inn um þess-
ar skemmtilegu dyr. Heimilið
bans var alltaf að verða við-
kunnanlegra, er dagar liðu.
Samt skildi hann ekki enn,
hvernig í öllu lá, og þegar ná-
grannarnir spurðu mig, hvenær
ég ætlaði að læsa hann inni í
búrinu, sagði ég bara: „Kann-
ske á morgun.“ En að lokum
var búrsmíðinni lokið, og nú
gat ég ekki dregið þetta lengur
á langinn.
Ég fór með Prakkara út að
búrinu og sat þar lengi með
hann, talaði við hann og klapp-
aði honum, á meðan hann át
kvöldmatinn sinn. Svo herti ég
upp hugann til þess að geta fram_
kvæmt þetta voðaverk, gekk út
úr búrinu og krækti hurðinni
á eftir mér.
Prakkari skildi ekki, hvað
hafði i raun og veru gerzt. Hann
gekk að hurðinni og bað mig
kurteislega um að opna og
hlcypa sér út. Sva skynjaði hann
það skyndilega, að hann var
læstur inni i búri . .. fangi. Hann
hljóp leifturhratt heilan hring
meðfram vírnetinu, siðan skauzt
hann í gegnum lioluna á veggn-
um inn i básinn i hlöðunni, hljóp
svo heilan hring meðfram vír-
netinu umhverfis básinn og síð-
an aftur út úr hlöðunni. Nú var
hann orðinn ofsahræddur.
Ég labbaði inn í hús til þess
að losna við að heyra rödd hans
kalla á mig, en hún barst samt
til mín inn um opna gluggana,
biðjandi, óttaslegin. Hún var að
spyrja um mig, ákalla mig, segja
mér, að hann elskaði mig og
hefði alltaf treyst mér skilyrðis-
laust. Að dálitlum tíma liðnum
gat ég ekki þolað þetta lengur.
Ég fór út að búrinu og opnaði
dyrnar. Hann þaut upp i fang
mér, hjúfraði sig að mér og grét
og talaði um þennan hryllilega