Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 52
42
ÚRVAL
og eru þriggja feta þykkir, reist-
ir beint upp í átta eSa tiu feta
hæð, áður en liinn keilulaga
hluti þaksins myndast, en hann
setur liinn sérkennilega svip á
þessi kofaþorp.
Risháu þökin gefa í skyn, að
kofarnir séu rúmgóðir. Þykkir
veggirnir, en á þeim er aðeins
einn kringlóttur, lítill gluggi,
veita einangrun gegn hita og
kulda.
Innanhúss er öllu lialdið tand-
urhreinu, og vegna þess að þar
eru engir innanstokksmunir nema
snyrtilegt rúmstæði i einu horn-
og strámotta á gólfinu, nýtist
takmarkað húsrýmið vel.
Skápur innbyggður í þykkan
vegginn og trjáviðarhurðin á
honum, er eitt af fáu til skreyt-
ingar, en í skáphurðina er út-
skorin falleg lágmynd. Eina
skreytingin til viðbótar, að und-
anskilinni mynd, sem rifin hef-
ur verið úr myndablaði, ef fyrir
hendi er, eða spegli, sem settur
hefur verið í silfurpappir og
greyptur er í vegginn, er í lofti
kofans, og samanstendur af
iveim röðum af leðjukögglum,
sem komið er þannig fyrir á
einfaldan hátt, að mest minnir á
hákarlstennur, og öll er skreyt-
ingin vandlega hvítþvegin.
Þegar inn i þessa kofa er
komið að sumarlagi, og liitinn
úti er um 27 til 30 gráður C.,
væri næstum hægt að sverja
eið að því, að þeir hefðu loft-
ræstingu.
Að vetrarlagi eru þessir
þriggja feta moldarveggir skýli
gegn miklum veðrum og halda
hilanum, sem gufar út frá fólk-
inu, eins vel og snjóhús Eski-
móanna. í rigningardembum
streymir regnvatnið hratt niður
brött þökin og engar misfellur
eða sprungur finnast á þeim,
þar sem vatnið getur runnið
inn.
Yfirvöldin i Sýrlandi eiga til
að fyrirverða sig fyrir leirkofa-
þorpin, þar eð þau telja, að út-
lendingar kunni að fá þá hug-
mynd að bændurnir i Sýrlandi
séu á lágu þroskastigi. En fólk-
ið, sem í þessum snotru og hent-
ugu kofum býr, fyrirverður sig
ekki; öllu heldur fyrirlitur það
liin óþægilegri múrsteinshús,
sem nú skýtur upp meðal þess.
„Ég býst ekki við, að til séu
svona hús í yðar landi,“ sagði
einn kofabúinn við mig í greini-
legum lítillætistón. Ég neitaði
því auðmjúklega, en bætti við:
„Við höfum heldur ekki lofts-
lag eins og þið.“