Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 114
104
ÚRVAL
tízkulegasta höfuSborg í Evr-
ópu.“
Borgin getur stært sig af nýju
jarðgangakerfi og neðanjarðar-
brautum fyrir innanbæjarsam-
göngur, spánýrri flugstöð og
fjölda skrifstofu- og íbúðabygg-
inga úr gleri og járnbentri stein-
steypu, sem gnæfa yfir björtum
neonljósum og strætum borg-
arinnar.
Belgíumenn hætta á að halda
því fram, að fyrir efnahagssam-
félag Evrópu verði Briissel það,
sem hún í raun og veru nú þeg-
ar er — höfuðstaður Evrópu.
Þess vegna hafa Belgíumenn vog-
að sór að reisa 25 milljóna doll-
ara X-laga stórhýsi, sem kallað
er Berlaimont og þeir vona, að
verði höfuðstöðvar Evrópumark-
aðsins, kjarnorkumálastofnunar
Evrópu og kola- og stálvinnsl-
unnar jafnt og evrópskrar rík-
isstjórnar og liæstaréttar.
Af þeim þjóðum, sem urðu
fyrir eyðileggingu í síðari heims-
styrjöldinni, varð Belgía fyrst til
að rísa úr rústunum. Ameríski
rithöfundurinn Theodore White
lýsti með fáum orðum Evrópu
í stríðslokin. „Það lifir í glæð-
unum.“ Belgíumenn voru fljótir
til að blása í glæðurnar, og lífg-
uðu þeir skjótlega framleiðslu
sína og verzlun. Nú eru þeir
sannfærðir um, að með því að
stuðla að því fyrir sitt leyti,
að Evrópa verði ein allsherjar
þjóðarheild, sópi þeir burt
styrjaldaöskunni að fullu og
öllu.
Horfðu framundan þér, því að það er rétt, ef skipstjórinn hefði
alltaf augun á kjölfarinu, hleypti hann skipinu á grunn.
NÝJAB ALÞJÓÐLEGAR ÁÆTLANIR UM
VlSINDARANNSÓKNIR.
Nú er verið að undirbúa fjórar þýðingarmiklar, alþjóðlegar
áætlanir um vísindarannsóknir. 1) Alþjóðlegt ár hinnar kyrrlátu
sólar (1964—65), sem er rannsókn á samskiptum jarðar og sólar.
2) Alþjóðlega jarðskorpuáætlunin, rannsókn á efninu í iðrum
jarðar. 3) Alþjóðlegar segulmælingar. 4) Áratugur hinna alþjóð-
legu vatnsbirgðarannsókna, sem er rannsókn á vatnsbirgðum
jarðarinnar. Looking Ahead.