Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 128
118
ÚRVAL
og sjálfir regndroparnir. Ég
clskaði blómið, sem hefur þann
tilgang að framleiða frækorn,
og frækornið sjálft, þessa smá
ög'n í lófa mínum, sem hylur
fóstur sitt og leynir þeim til-
gangi sínum að mynda nýtt
blóm.
Þessi andardráttur, þetta líf,
sem allt á fyrir sér að deyja,
kunngerir ómótmælanlega dá-
semd bæði tilbreytninnar og
skipulagsins. Og vér erum hluti
þess skipulags. Vér erum efni
trésins, því að það er gert úr
lífsfrymi (protoplasma) eins og'
liold vort. Vér erum efni stjarn-
anna, því að innsti kjarni hverr-
ar sameindar af mannlegu blóði
er hin sama járnfrumeind, sem
þeytist niður til jarðar með loft-
steinum. Og séi’hver frumeind
er jafnvel byggð upp á sama
hátt og sólkerfið, með sól sína í
miðjunni; öll einkenni og afl
frumeindarinnar eru sams kon-
ar, og' hringferðir reikistjarn-
anna i sólkerfi voru. í lífinu
á þessari jarðstjörnu vorri birt-
ist einhver langvarandi, hæg-
verkandi sigurvilji, sem leitar
upp til himins og stjarnanna.
Með þessa útsýn í vegarnesti
yfirgaf ég háskólann, skildi við
herbergisfélaga mína, sem lögðu
fyrir sig vísindarannsóknir (og
allir urðu frægir menn). Ég fór
xit í náttúruna. Með grasatínu
og fuglabók f'ór ég i blóma vors-
ins til Appalachiufjalla. Um
sumarið reikaði ég um sand-
hólana í Indiana, og um haust-
ið var ég á Washingtonfjalli,
fagnandi yfir því, að þekkja nú
loks mína köllun í veröldinni
— að vera náttúrufræðingur.
Nú kvæntist ég, og ég sá konu
mina ala barn, og síðan íleiri.
Vissulega var ég nú flæktur í
vef lifsins, mér var enn Ijósara
en áður, að maðurinn er hluti
náttúrunnár, og hverju sem hann
trúir, verður það að byggjast á
þessari staðreynd. Blóð manns-
ins er sjór og tár hans eru sölt.
Frjó lenda hans er naumast frá-
brugðið sams konar frumum
þangsins. Sá maður, sem hefur
enga hugmynd um þessar stað-
reyndir er rati og skýjaglópur,
sem hvergi á heima, utanveltu
við allan veruleika. Ég trúði á
guðdóm, en það, sem ég elskaði
var það, sem Thomas Jefferson
nefndi „g'uð náttúrunnar“.
Og þessi tilbeiðsla á guðdóm-
legri náttúru veitti mér stuðn-
ing; bún dugði mér jafnvel þeg-
ar hryggðin sló. Fyrsta barn okk-
ar og einkadóttir veiktist snögg-
lega og' dó. En mér fannst hún
aldrei að fullu horfin. I öllu
ungviði, litlu, glöðu og saklausu,
gat ég ávallt séð fyrir mér fæt-
urna eins og regn, hláturinn
eins og lækjarnið, augu eins og