Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 147
LITLI PRAKKARINN
137
sinn, sem var skreyttur fer-
hyrndum demanti, sem hefur
kannske verið einn karat, en
umgerðin var úr hvítagulli. Hún
hafði nokkrum sinnum týnt
hringnum. Eitt sinn grófum við
upp skolpleiðslurnar úti í garð-
inum i leit að honum, en þá
kom það upp úr kafinu, að hún
hafði flutt hann úr einu vesk-
inu í annað.
Og auðvitað týndi hún nú
hringnum sínum rétt einu sinni.
Hún hélt, að hún hefði skilið
hann eftir á handlauginni, þegar
hún fór að hátta, og hann hefði
annað hvort skolazt niður í
skolpleiðslurnar eða honum
liefði blátt áfram verið stolið.
í Brailsford Junction, litla bæn-
um okkar, læsti enginn hurðum,
því að þar hafði ekki verið
framinn þjófnaður í manna
minnum.
Við skoðuðum livern krók og
kima í húsinu, leituðum í gras-
inu úti i garðinum og í blóma-
beðunum, og síðan sömdum við
áætlun um að grafa upp skolp-
leiðslurnar á ný. Skyndilega
kom mér til hugar ólíkleg hug-
mynd. Rétt fyrir dögun þennan
morgun hafði ég heyrt Prakkara
og Poe rífast alveg ofboðslega
á baksvölunum. Síðan höfðu
skrækirnir og tístið liætt, áður
en ég gat safnað kröftum til
þess að fara fram úr, og því
hafði ég sofnað aftur.
Nú tók ég að skeyta saman
hugmynd í kolli mínum, og
fannst mér ég vera slunginn sem
leynilögreglumaður frá Scot-
land Yard. Þetta var fjórða nótt
Theo i húsinu, og Ijú nótt hafði
ég ekki krækt bakhurðinni aft-
ur. Prakkari hafði augsýnilega
læðzt inn í luisið, farið inn í
svefnherbergið niðri og gætt
þess af hyggjuviti sínu að egna
nú Theo ekki enn einu sinni til
reiði. En hann hafði ákveðið
að fá sér svolítinn vatnssopa að
drekka og hafði klifrað upp í
gluggakistuna og þaðan upp á
handlaugina, en komizt að raun
um, að hún var tóm. En því-
lík dásemd! Þarna var sá feg-
ursti hlutur, sem hann hafði
nokkurn tíma séð, stór demants-