Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 142
132
ÚRVAL
Prakkara. Þvottabirnir eru mjög
vanafastar skepnur, sem liaga
lífsháttum sínum eftir i'östum
reglum, og Prakkari hafði ein-
mitt alveg ákveðið valið sama
rúm og Theo til þess að sofa í
Hann vildi líka miklu heldur
svefnherbergi með hjáliggjandi
baðherbergi. Ég skyldi alltaf eft-
ir svolitla lögg i handlauginni,
svo að Prakkari gæti fengið
sér sopa að drekka á næturnar
eða kannske þvegið skordýr í
henni, áður en hann legði þau
sér til munns. Og hvernig átti
mér að takast að útskýra það
fyrir þessari vanaföstu skepnu,
að húið væri að bera hana út?
VIÐUREIGN PRAKKARA OG
KRÁKUNNAR
Þegar Prakkari hafði verið
lítill ungi, hafði hann húið i
holu i rauðu eildnni okkar úti
i garðinum, og ég sá hann aðeins
þegar ég tók hann út úr holunni
til þess að gefa honum volga
mjólk. Hann Wowser, sem var
varðhundur, er var gæddur alveg
sérstaklega þroskaðri ábyrgðar-
till'inningu, var „barnfóstra“
hans. Hann svaf hjá eilcinni um
nætur og hreyfði sig varla frá
henni að deginum. Hann hafði
vakandi auga með öllu, þótl hann
virtist slaka á hverjum vöðva
í sínum 150 punda skrokki og
vera sijór fyrir umhverfinu.
Hann slefaði stöðugt, og neðri
kjálkinn lafði máttleysislegur og
slakur.
(Hann Pat Delany, kráreig-
andi, sem bjó ofar í götunni,
sagði, að Sankti Bernharðshund-
ar slefuðu sífellt, og væri það
ekki nema von. Hann sagði, að
i Alpafjöllunum legðu þessar
göfugu skepnur af stað á hverj-
um vetrarmorgni i leit að ferða-
mönnum, er villzt hefðu i hrið-
arbyljunum; bæru hundarnir
svolitinn brennivinskút, sem
festur væri með ól um hálsinn á
þeim. Hver kynslóðin af ann-
arri hefur orðið að bera þessa
brennivínskúta án þess að fá
svo mikið sem dropa af brenni-
vininu, og þetta hefur gert hund-
ana svo þyrsta, að þeir eru alltaf
síslefandi. Pat sagði, að þessi
eiginleiki væri jafnvel orðinn
arfgengur á meðal Sankti Bern-
liarðshunda.)
Siðari hluta dags nokkurs
birtist Prakkari svo skyndilega
i opi holu sinnar, tísti dillandi
og lagði síðan af stað niður eft-
ir trjábolnum. Hann fikraði sig
niður eftir honum aftur á bak
líkt og bjarndýrahúnar gera, og
fór ósköp varlega. Wowser gerð-
ist þá mjög órólegur, gelti nokkr-
um sinnum spyrjandi rómi og
leit um leið til mín til þess að
sjá, hvernig ég brygðist við þessu
nýja vandamáli. Ég' sagði honuin