Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 112
102
ÚRVAL
reynslu Vestur-Evrópu, reisn
hennar á sviðum skapandi list-
gáfu, minnisstæð afrek og sorg-
leg mistök. Frakkland er franskt,
Þýzkaland er þýzkt, 'Bretland er
brezkt, en Belgia er evrópsk.
Fortíð Belgiumanna og staða
þeirra á meginlandi Evrópu
hafa gert þá mestu Evrópumenn
meðal Evrópumanna. Belgía er
raunverulega i hjarta Vestur-
Evrópu. Briissel, höfuðborgin,
er aðeins 169 mílur frá París,
390 milur frá Berlin og 220 míl-
ur frá London. Af 12 hraðlest-
um sem bera nafnið Trans-Eur-
ope Express, fara átta gegnum
Belgiu.
Sem stjórnklefi Evrópu, eins
og hún var kölluð á 19. öldinni,
var Belgía eðlileg innrásarleið
fyrir hina öflugri nágranna. 40
mílna strandlengja Belgíu var
tilvalinn stökkpallur fyrir hugs-
anlega innrás í England. Napo-
leon kallaði Antwerpen „hlaðna
skammbyssu, sem ég held að
hálsi Englands.“ Og hvert sinn,
sem Bretar þurftu að blanda
sér i málefni meginlands Evrópu,
var Belgia venjulega inngöngu-
hlið þeirra.
Belgía er tuttugu og fimm
sinnum minni en Texasfylki,
en fjölbreytileiki hennar er
furðulegur. Hún hefur aldrei
fullkomlega fengið á sig menn-
ingarblæ þeirra rikja, sem unnu
sigur yfir henni. Strandhéruð-
in i norðurhluta landsins eru
heimkynni germanskra Flæm-
ingja, er tala tungu svipaða hol-
lenzku og eiga vanda til að verða
Ijóshærðir, bláeygir, vinnuharð-
ir og daufgerðir. Vallónarnir i
suðurhluta landsins tala frönsku,
eru dökkir að yfirlitum og mál-
gefnir. En þjóðflokkar þessir
renna saman og umgangast. Þar
sem Belgíumenn hafa sífellt ver-
ið fórnardýr styrjalda þjóð-
ernissinna, líta þeir svo á, að
sameining Evrópu myndi tryggja
þeim öryggi.
Sú tilraun, að gera Evrópu
að einni þjóð, er raunverulega
fólgin í að víkja aftur í mið-
aldir og framkvæma hugmynd
þeirra tima um „sameiningu
fjölbreytninnar.“ Belgía er eðli-
legasti þátttakandi í þessari nú-
tíma miðaldastefnu. Borgríki
þeirrar stefnu blómguðust um
aldir, þar til tími þjóðernisbar-
áttunnar hófst. Bruges, sem nú
er blundandi minjabær með 55.
000 ibúum, var eitt sinn þýðing-
armesta borg Norður-Evrópu
frá sjónarhóli verzlunar og lista.
Menningarlega er Belgia svip-
uð hinnm dýrmæta glitvefnaði
sínum frá miðöldum, marg-
breytilega samofin heild. Alls
staðar í Belgíu verður vart arf-
leifða frá miðöldum og endur-
reisnartímabilinu. Á hverjum