Úrval - 01.04.1966, Side 6

Úrval - 01.04.1966, Side 6
ÚRVAL 4 h'l ur New Haven í Connecticut og lét ostrurnar í bala með saltvatni í og hélt þeim í myrkri. Fyrst í stað opnuðu ostrurnar skeljar sínar mest þegar háflæði var við strend- ur New Haven, sem þær komu frá. En eftir tvær vikur fóru ostrurnar að opna sig á þeim tíma þegar há- flæði mundi vera í Evanston, ef hún stæði við sjó! Þetta gerðist tvisvar á sólarhring, þegar aðdrátt- arafl tunglsins var í hámarki í Evanston. Dr Brown ályktaði af þessu, að hljóðu klukkum ostranna væri stjórnað af aðdráttarafli tunglsins. Sjófugli, að nafni manx, sem lík- ist mávi, var sleppt lausum á Kennedyflugvelli, eftir ferð með flugvél frá London til New York. Hann sneri aftur heim til Englands- stranda, meira en 3000 mílna vega- lengd, á um það bil 13 dögum, eða að meðaltali um 250 mílur á sólar- hring á fluginu heim. Honum tókst að halda réttri stefnu heim, enda þótt hann hefði aldrei áður komið til Bandaríkjanna. Hunangsflugur fljúga eftir pol- aríseruðu ljósi (ljósgeislar, sem allt- af halda sér í sama fleti) á ferðum sínum að og frá býflugnabúi sínu. Býflugur segja öðrum býflugum, að þær muni finna fæðu, ef þær fljúgi frá búri sínu í stefnu, sem myndi 50° horn til hægri við beina stefnu til sólarinnar. Nákvæmar rannsóknir á auga frosksins sýna, að vissar taugar að þeim vinna eins og reiknimiðstöð, sem síar og breytir sjónskynjunum í fræðslu, sem heili frosksins tekur við og varðveitir. Einn vísinda- maður hefur gert töflu yfir fimm ára áætlun um rannsóknir á hinu flókna sjóntæki frosksins. Leðurblakan notar feins konar bergmálsmæli til að fljúga eftir Hún gefur frá sér hljóð með mjög háum tónum, sem bergmála frá umhverfinu og gefa henni til kynna, hvað á vegi hennar verður. Með bundið fyrir augun getur hún fund- ið skordýr, en sé bundið fyrir munn- inn eða troðið upp í eyru hennar, rekur hún sig á allt sem verður á vegi hennar. Með munninum mynd- ar leðurblakan hljóðin, sem leið- beina henni. Leð.urblakan hefur svo næm njósnatæki, að hun g.etur hæg- lega greint skordýr frá jafnstórum baunum, sem kastað er upp í loft- ið. Mannseyrað getur greint hljóð- bylgjur með tíðni frá 16000 til 20000 á sekúndu. Leðurblökur geta gefið frá sér hljóð með tíðni allt að 150 000 á sekúndu, sem mannseyrað getur alls ekki greint. Leðurblök- ur gefa frá sér smá kvak svo sem 20 sinnum á sekúndu, þegar þær eru á flugi úti undir berum himni. Ef þær vilja hitta á vissan hlut, auka þær fjölda kvakanna allt upp í 250 á sekúndu, til að auka nákvæmn- ina. Leðurblakan getur greint 250 bergmál á sekúndu um leið og hún sendir út jafn mörg hljóð. Slæðu- eða turnflugan hefur furðulega skarpa heyrn. Hún hefur mjög stór eyru, enda þótt þau séu hulin fjöðrum. Hún heyrir í nátt- myrkrinu þrusk í mús á ferli í grasinu, og steypir sér yfir hana. Enginn hljóðnemi er jafn næmur og eyra næturfiðrildisins. Þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.