Úrval - 01.04.1966, Page 12

Úrval - 01.04.1966, Page 12
10 ÚRVAL Þetta volduga lifandi kerfi, sem keyrir rætur sínar niður í harðan jarðveg, klýfur kletta, rekur fleyga í klettaskorur, lyftir lauf- krónum hátt til lofts og lætur heilt fljót af safa streyma frá dýpstu rót upp til efstu greinar, grefur upp öll sín nauðsynlegu frumefni og skil- ar þeim á réttan stað á réttum tíma. ALSJÁANDI MYNDAVÉL, SEM FINNUR VATN 1 EYÐIMÖRKINNI Tekin hefur verið í notkun myndavél með töfraauga, sem getur „skynjað" hitageisla, sem koma frá ísklumpi í mílufjarlægð (já, jafn- vel is geislar frá sér dálitlum hita). Myndavél þessi er notuð til Þess að leita að vatni, sem fólgið er í iðrum jarðar. Myndir, sem teknar hafa verið úr lofti með myndavél þessari, hafa Þegar gert sérfræðingum fært að kortleggja meira en 100 vatnsupp- sprettur og rennsli þeirra á Hawaieyjum og meðfram strönd eyjunnar Puerto Rico í Mexíkóflóa. Nú vona vísindamenn, sem starfa fyrir Jarðfræðistofnun Bandaríkj- anna, að þeir geti fært út kvíarnar og farið að leita á eyðimerkur- svæðum, sem kunna að eiga vatnsbirgðir faldar djúpt undir yfirborðinu. Myndavélunum c-r komið fyrir í mælingaflugvél, og geta myndavélar þessar unnið eins vel að næturlagi sem að degi til. Slæmt veður hefur ekki heldur nein slæm áhrif á starfhæfni þeirra. Myndir þær, sem myndavéiar þessar taka, eru algerlega óskiljanlegar venjulegu, óþjálfuðu leikmannsauga. En þær ljóstra upp um jarðlög og ýmis efni neðanjarðar með þvi að sýna hinn hlutfallslega styrk- leika geislunarinnar, sem berst upp í loftið frá jörðinni. Því „heitara" sem svæðið er, því bjartara verður þáð á filmunni. En svöl eða köld svæði, sem hafa að geyma vatn, eru grá eða jafnvel svört. Innrauðar myndavélar hafa að geyma örsmáan útbúnað, sem kall- aður er „thermistor". Útbúnaður þessi breytir geisluninni í rafmagn, sem er svo breytt í birtu, sem kemur frá á Ijósmyndafilmum. Taka innrauðra mynda úr lofti er þegar orðin þekkt aðferð meðal jarðfræðinga í leit að olíu og öðrum jarðefnum, einnig meðal byggingar- verkfræðinga til þess að ákvarða Þykkt klappa, þegar rannsaka skal undirstöðu bygginga og mannvirkja, og enn fremur meðal fornleifa- fræðinga til þess að finna forsögulegar leifar fólgnar i jörðu. Þar eð surnir sjúkdómar valda breytingu á hitastigi húðarinnar, er nú einnig verið að gera tilraun til þess að sannreyna, hvort hita- myndavélar kunni ef til vill að geta hjálpað til við sjúkdómsgreiningar. Samtímis er nú einnig verið að byggja fyrstu stjörnuathugunarstöð- ina, sem byggist á innrauðri ljósmyndatækni. Hún er nú að rísa á eyjunni Maui ,á Hawaieyjum og á að veita stjörnufræðingum tækifa“ri til þess að athuga stjörnur og plánetur með hjálp hitageisla, sem þær gefa frá sér. Sunday Expresa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.