Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 21
SIGURVEGARI FJALLANNA
19
tinda Perúalpanna í Suður-Amer-
íku. Hann var aðeins 23 ára að aldri,
þegar hann var valinn sem einn
meðlimur ítalska t'jallgönguleiðang-
ursins, sem komst upp á tindinn á
K-2, hinu 28.250 feta háa fjalli í
Himalajafjöllum, en það er næst-
hæsta fjall heimsins. Everesttindur
einn er hærri en K-2.
Bonatti hefur oft og tíðum glímt
við ofurmannlega erfiðleika í fjall-
g'öngum síhum. Og stundum er sem
hann hafi lífinu bjargað aðeins
vegna kraftaverks. Þegar hann var
að klífa upp tind einn í Mont-Blane
fjöllunum, er ber nafnið Poire, dóu
tveir af félögum hans úr kulda og
ofþreytu, en sá þriðji þraukaði þetta
af. Bonatti hrapaði 60 fet niður í
íssprungu, er hann var að ganga
yfir jökul, og þar hékk hann í kaðli,
sem bundinn Var við félaga hans
og vissi höfuð Bonattis niður. Fé-
lagi hans var sárþjáður vegna kals
á fótum, en samt skorðaði hann sig
eftir beztu getu og hélt í kaðal-
inn af öllum lífs og sálar kröftum.
Síðan tók Bonatti að fikra sig upp
eítir kaðlinum með handafli einu,
þar til hann komst heilu og höldnu
upp á brún íssprungunnar.
Ein hroðalegasta mannraunin,
sem Bonatti komst í, varð á vegi
hans í leiðang'rinum upp á tind K-
2. Leiðsögumaður af Hunza-ætt-
kvíslinni varð skyndilega vitskert-
ur vegna kulda og örmögnunar.
Hann fékk æði og myndaði sig til
þess að ráðast á Bonatti með ís-
exi sinni. Bonatti náði hvað eftir
annað tökum á manninum og keyrði
hann niður í snjóinn. í eitt skiptið
aftraði hann leiðsögumanninum frá
því að stíga fram af hengiflugi. Að
lokum tókst þeim báðum að kom-
ast aftur til bækistöðvanna, sem
voru 1500 fetum neðar í fjallshlíð-
inni.
Hið ofurmannlega hugrekki Bon-
atti, ráðsnilli og þolgæði hafa æ-
tíð bjargað honum úr óskaplegum
klípum, þótt aðrir fjallgöngumenn
hafi dáið eða orðið vitskertir við
sömu eða svipaðar aðstæður. Tákn-
rænt dæmi um þetta er atburður
sá, er gerðist árið 1955 í fjallgöngu
upp suðvesturöxl Petit Dru, sem er
12.244 feta hár rauðsteinstindur
nálægt Mont Blanc.
Tvisvar áður hafði hann reynt
að klífa tind þennan með öðrum
fjallgöngumönnum. í bæði skiptin
hafði hann neyðzt til þess að hörfa
til baka, í annað skiptið vegna snjó-
skriðu, sem varð næstum bani þeirra
því að litiu munaði, að hún sópaði
þeim öllum með sér. Síðan reyndi
Bonatti enn einu sinni og var þá
einn, en hann varð líka að láta
undan síga í það skiptið. Að þess-
ari þriðju tilraun lokinni ákvað
Bonatti að reyna einu sinni enn
— og ætlaði hann enn á ný að verða
einn síns liðs.
Óheppnin elti hann allt frá byrj-
un. Fyrsta daginn braut hann fing-
ur, er hann var að reka flein í
hamravegginn. Þrátt íyrir kvalirn-
ar hélt hann áfram að krafsa sig
upp eftir hinum snarbröttu ísi þöktu
hömrxun. Um kvöldið komst hann
að því, að fleinn einn í bakpokanum
hans hafði rekizt í gegnum spritt-
suðutækið. Helmingur matarbirgða
hans var gegnvætur í spritti, og
varð því að kasta honum. En það