Úrval - 01.04.1966, Page 23
SIGURVEGARI FJALLANNA
21
á Petit Dru kölluð Bonattisúlan
honum til heiðurs.
Hvers vegna leggur Bonatti á
sig næstum ómennskt erfiði og und-
irgengst ofurmannlegar þolraunir
til þess að geta klifið ýmsa fjalla-
tinda? Ein skýring þessa er sú, að
fjöllin dragi hann til sín með ein-
hverjum dularkrafti. í einni af bók-
um hans getur að líta þessar setn-
ingar: „Ég trúi á það, sem Móðir
Náttúra getur kennt okkur. Þess
vegna er ég sannfærður um, að
fjallið, með allri sinni fegurð og í
sínum ströngu lögmálum, sé nú,
jafnvel enn frekar en nokkru sinni
áður, eitt bezta tækið til þess að
móta skapgerðina og styrkja hana.
Uppi á fjallinu lærist manni í raun
og sannleika að afbera þjáningar
og sýna þolgæði. Ósviknar Alpa-
fjallgöngur eru bardagi, sem er háð-
ur, og sigur, sem er unninn innra
með okkur.“
Það er alls ekki svo að skilja, að
Bonatti finni ekki til ótta. Það mætti
fremur segja, að fjallgöngur færi
honum kærkomið tækifæri til þess
að horfast í augu við nakinn ótta
og sigrast á honum. Sigur hans er
fólginn í þeirri andlegu endur-
næringu og hvatningu, sem hann
öðlast við það að þvinga líkama
sinn til þess að standast þrekraun-
ir, sem eru oftast allri mannlegri
getu. „Þið skuluð vera á verði, ef
þið finnið ekki til ótta upp í fjöll-
unum,“ segir hann. „Ef þið finnið
ekki til ótta, missið þið af hinni
dýrlegu gleði, sem gagntekur mann
við að vinna bug á honum.“
Bonatti, sem hefur ofan af fyrir
sér með ritstörfum og fyrirlestra-
haldi, leggur aldrei af stað í fjall-
göngu, fyrr en hann hefur búið
sig undir hana af mikilli hörku vik-
unum saman. Áður en hann lagði af
stað í ferðina upp Matterhorn, hafði
hann eytt mörgum mánuðum á
undan í að gera áætlanir, rannsaka
kort og uppdrætti og myndir og
lesa sér til um athuganir, sem gerð-
ar höfðu verið á jarðlögum fjall-
anna á þeim slóðum. Allan janúar-
og febrúarmánuð æfði hann sig á
degi hverjum í að standa á höndum
og höfði. Hann sveiflaði sér á riml-
um og gerði fjölmargar aðrar æf-
ingar til þess að styrkja og liðka
líkama sinn sem allra mest, en hann
er 5 fet og 6 þumlungar að hæð og
um 140 pund að þyngd. Hann
kreisti gúmíbolta og æfði sig með
griptækjum til þess að styrkja fing-
ur sína. Hann æfði sig í svigi til
þess að styrkja ökklana. Hann herti
sig gegn áhrifum mikils kulda með
því að sofa tíu nætur úti undir
beru lofti í þó nokkru frosti. (Hjarta
Bonatti slær aðeins 40 sinum á
mínútu, en meðalhraðinn er 75 slög
á mínútu, og hvítu blóðkornin í
blóði hans endurnýja sig líka hrað-
ar en hjá venjulegu fólki. Þessar
staðreyndir skýra að einhverju leyti
hið ofurmannlega þrek hans og
þolni hans gagnvart kulda, en hann
virðist hafa tiltölulega lítil áhrif
á hann).
Hann býr í Courmayeur í ítölsku
Ölpunum, og hann æfði sig á degi
hverjum í að klifra upp 1.000 feta
háan hamravegg, sem hann kallar
leikfimishúsið sitt), sem er þar í
nánd. Hann klifraði upp, og niður
og þvert yfir hina bröttu hamra í