Úrval - 01.04.1966, Side 24

Úrval - 01.04.1966, Side 24
22 ÚRVAL alls konar veðri. Við slíkar æfingar notar hann alls ekki fleina né önn- ur hjálpartæki. Hann grípur dauða- haldi um minnstu örður og sprung- ur og þrýstir sér að hamraveggn- uro með vöðvamiklum fótleggjum sínum. Hann klifrar liðugt sem kött- ur og svo lipurlega, að þetta virð- ist allt ósköp auðvelt. Þegar að raunverulegri fjall- göngu kemur svo, er Bonatti full- komlega undir hana búinn, ekki að- eins líkamlega heldur einnig and- lega. „Þegar ég var að búa mig undir fjallgönguna upp Matter- horn, lifði ég líkt og einsetumaður, er hefur fengið guðlega köllun,“ skrifaði hann síðar. „í draumum mínum sá ég fegurra Matterhorn, Matterhorn, sem var þrungið meira lífi og virtist bjóða mig velkom- inn.“ Er Bonatti hélt niður Matterhorn eftir hina sögulegu fjallgöngu sína (hann fór þá hina auðveldari suð- urleið), sveimuðu flugvélar uppi yfir höfði hans og steyptu sér hon- um til heiðurs. Þegar hann komst að lokum niður til Zermatt, var hann boðinn velkominn með lúðra- blæstri og flugeldum eins og sann- ur sigurvegari. Og heillaóskir bár- ust honum hvaðanæfa að úr heim- inum. Skömmu síðar sæmdi Saragat, forseti Ítalíu, hann heiðursmerki úr gulli, sem slegið hafði verið hon- um til heiðurs. Því fylgdi ávarp, sem hafði slík áhrif á Bonatti, að hann gat ekki tára bundizt. Það hljóðaði svo: „Walter Bonatti hefur orðið tákn um yfirburði manns- andans yfir efniskennda hluti.“ >iA •Johnny kom heim eftir fyrsta skóladaginn og tilkynnti foreldrum sinum sárgramur, að Paul hefði tekið blýantinn hans Foreldrar hans hugguðu hann og sendu hann af stað næsta dag með nýjan blýant. Og sama sagan endurtók sig. Paul tók líka þennan blýant. Og þriðja daginn tók Paul svo þriðja hlýantinn. Þá var nóg komið. Faðir Johnny fór til þess að hitta föður Pauls eftir kvöldmat og ræða málið. „Það er alls ekki vegna blýantanna sjálfra,“ sagði hann reiðilega, „heldur er hér bara um meginreglu að ræða. Ég get hvort sem er tekið eins mikið og ég vii af blýöntum á skrifstofunni." G.J.D. RAFTÆKIN, HJÁLPARHELLA HÚSMÓÐURINNAR Kerlingin hans Jóns var alltaf að kvarta um, að hún hefði allt of mikið að gera og enginn hjálpaði henni með eitt eða neitt. Hann keypti henni því rafmagnsþvottavél, rafmagnsþurrkvél, rafmagnsbónvél og rafmagnsuppþvottavél. En þá upphófst nýr söngur: „En nú er orðið svo þröngt hérna, að ég hef engan stað til þess að setjast á og hvíla mig stundarkorn!“ Jón keypti henni því auðvitað rafmagnsstól.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.