Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 26
24
Notornis eða takahe, endurfannst 1948.
nokkur hryggdýr, sem lifa á landi,
svo sem dínósárusa, finnast í jarð-
lögum.
Þegar þær fundust, þessar
suðlægustu og vestlægustu af eyj-
um í Eyjaálfu, var ekkert spendýr
fyrir nema leðurblaka. f stað þess
var þar mikill fjöldi fugla og marg-
ir þeirra ófleygir. Fyrst engir óvin-
ir voru á landi, þurfti þess ekki við.
Hitt hefði verið óþörf eyðsla á lífi
og orku, að viðhalda þessu líffæri,
sem ekki var þörf að hafa.
En undursamlegastir allra þeirra
fugla, sem á Nýja-Sjálandi lifðu til
forna, voru þó móafuglarnir.
Af þeim voru sex eða sjö teg-
undir en stærstur var sá sem nefn-
ist á latínu Dinornis maximus.
Hann var hærri en nokkurt land-
dýr núlifandi, fyrir utan gíraffann
í Afríku og fílinn. Beinin í fæti
hans voru þyngri en bein hinna
stórvöxnustu dráttarhesta. Móafugl
þessi þurfi álíka mikið til viður-
væris og stærstu arðuxar. Stein-
arnir í fóarninu voru á stærði við
ÚRVAL
bolta og af þeim körfufylli í maga
hvers fugls.
Ófleigu tegundirnar heita ratítar,
en þetta er dregið af orðinu tratis
í latínu, sem þýðir fleki, og er átt
við bringubeinið, sem er flatt og
hefur ekki þennan kamb, sem fleyg-
ir fuglar hafa og flugvöðvarnir eru
festir við.
Ekki er vitað með vissu hvort
móafuglar og ýmsir aðrir ófleygir
fuglar á Nýja-Sjálandi eru afkom-
endur fleygra fugla eða ófleygra.
Hitt er kunnugt að mjög lengi voru
móafuglarnir ófleygir. Steingerv-
ingar hafa fundizt 22 m í jörðu í
rauðum leirlögum blönduð-um
hrauni og gjalli við Ógnafjall
(Mount Horrible).
Enginn veit hvenær hinn síðasti
díornis dó, og ekki er víst að nokk-
ur maður hafi nokkurntíma séð
þessa fugla, en þó er álitið að þeir
menn sem bjuggu í landinu áður en
Maoríar komu þangað árið 1350,
hafi veitt móafugla.
Vitað er að þeir sem veiddu móa-
fugla, veiddu einkum þann sem
kallast Megalopteryx-móaíugl. Eng-
inn veit hvenær þessir fuglar, sem
lifðu í skógum, urðu aldauða. Og
raunar veit enginn nema þeir kunni
enn að leynast á afskekktum stöð-
um á Suðureyju (South Island)
eða annarri eyju nálægri en miklu
minni, sem kallast Stewart Island.
Þegar höfundur þessarar greinar
kom til Nýja Sjálands fyrir tveim-
ur árum, heyrði hann margt um
móafugla, sem enn væri til á Ste-
wart Island. Þó að engar sannanir
fyrir þessu væru fyrir hendi, var
orðrómurinn svo þrálátur, að það