Úrval - 01.04.1966, Side 47
DRENGURINN, SEM BJARGAÐI HEIÐRI...
45
fjölskyldu sinni frá stóru iðnaSar-
borginni Nagoya til borgarinnar
Bentenjima, þegar Kaoru var sex
ára gamall. Frá nýja húsinu þeirra
var útsýni yfir Hamanavatn. Á hús-
inu var flatt þak, og Kaoru klifraði
þangað upp til þess að losna und-
an hávaðanum í þrem yngri bræðr-
um og lítilli systur. Brátt fór hann
líka að klifra þangað upp að nsetur-
lagi til þess að virða fyrir sér stjörn-
urnar.
Þegar hann var orðinn 12 ára, var
hann orðinn svo frá sér numinn af
stjörnuhimninum, að hann var far-
inn að lesa ýmsar bækur um stjörn-
urnar, skoða og rannsaka stjörnu-
kort og teikna uppdrætti af stjörnu-
himninum í vasabók sína. Þegar
hann var orðinn 13 ára, tók hann
ákvörðun um að smíða sér stjörnu-
sjónauka. Fiskbúð föður hans gekk
vel, en samt vildi Kaoru helzt ekki
biðja hann um að kaupa stjörnu-
sjónauka. Samband þeirra var þá
þegar orðið þvingað. Faðirinn kvart-
aði yfir því, að drengurinn sneri
sér ekki að því að kynnast atvinnu-
rekstri fjölskyldunnar, svo að hann
gæti þannig hjálpað til. „Heilbrigð
skynsemi ætti að sýna þér fram á
það, sonur minn“, sagði hann, „að
stjörnufræðin liggur utan stöðu okk-
ar í lífinu“.
En samt hélt Kaoru áfram að rann-
saka skólabókasafnið og leita í því
að öllu, sem snerti stjörnufræði.
Hann las allt, sem hönd á festi í
þeirri grein, og lagði stund á þá
þætti Ijósfræði, eðlisfræði og efna-
fræði, sem snertu smíði stjörnusjón-
auka.
En ógæfan vofði nú yfir Ikeya-
fjölskyldunni. Fyrirtæki herra Ik-
eya fór nú að ganga illa. Hann missti
aiveg móðinn og fylltist gremju.
Iiann tók nú til að flækjast um
á vínkrám og þamba áfengi og átti
nú sífellt erfiðara með að horfast
í augu við konu sína og ungu börn-
in, sem voru fimm að tölu.
Kannske kemur vanræksla föð-
ursins hvergi eins grimmilega niður
á fjölskyldunni sem í Japan, þar
sem þær erfðavenjur eru ríkt í
heiðri hafðar, sem „on“ nefnast.
„On“ vísar til þeirrar skyldu, sem
hver maður tekst á herðar með til-
veru sinni einni. Aðalkjarni „on“
er hið svokallaða „ko“, skyldur
gagnvart foreldrum og afkomend-
um. Herra Ikeya hafði brugðizt
skyldu sinni sem faðir og hafði
varpað þjakandi smánarbyrði á
nafni fjölskyldunnar, sem ef til vill
mundi loða við það svo að kynslóð-
um skipti. „Við mamma gátum ekki
um annað hugsað“, sagði Kaoru um
þetta, „við gátum ekki um annað
hug'sað en það, að það hvíldi nú
smánarblettur á fjölskyldunni".
Dapur í huga virti Kaoru móður
sína fyrir sér, er hún hóf nú að
stúnda vinnu í gistihúsi nálægt járn-
brautarstöðinni í Bentenjima, þar
sem hún eldaði ofan í ókunnugt fólk
og hreinsaði til í herbergjum þess.
Hann fékk sér líka starf hluta úr
deginum, fór á fætur klukkan 5
til þess að bera út blöð og bar svo
út kvöldútgáfuna, þegar hann kom
heim úr skólanum. Hann fann í
síauknum mæli til þeirrar ábyrgðar
og skyldu, sem á honum hvíldi,
skyldu til að afmá þann smánar-
blett, sem faðirinn hafði sett á hið