Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 55

Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 55
HUGRAKKUR KLERKUR 53 beitiskipunum, sem á eftir fylgdu. Það voru 704 menn á Big Ben þeg- ar hún sigldi áleiðis til hafnar í Pearl Harbor. Um morguninn hinn 19. marz höfðu verið á henni meira en 3000 manns. Beitiskipin höfðu tekið við mörg hundruð manns af áhöfn hennar, sem ekki var þörf fyrir, en 1496 manns voru dauðir eða særðir eða var saknað. Þá sem voru alvarlega særðir höfðu Santa Fe og önnur skip flutt á sjúkrahús á ströndinni. 704 yfirmenn og á- höfn samtals sigldu skipinu til hafn- ar. Faðir O'Callahan stofnaði 704 manna klúbbinn. I dag hefur hver maður félagsskírteini að þessum einskorðasta klúbb í heimi, hvers meðlimir horfðust í augu við dauð- ann og viku honum frá sér. Að lokum sigldi Franklín inn í Pearl Harbour. Frengir af þessum ægilega atburði höfðu borizt til her- stöðvarinnar. Allir flotaforingjar á Hawai voru viðstaddir í virðingar- skyni við þetta skip, sem hafði kom- ið aftur heim úr Helju. Þegar það kom inn í höfnina heilsuðu því öll skip í höfninni með kveðjuskotum. Menn störðu furðu lostnir á stóru götin á Franklín. Þrjátíu söngmeyj- ar höfðu hóað sig saman til að syngja Aloha, þjóðsöng eyjar- skeggja, til þess að bjóða Franklín velkominn. Áhöfnin á Big Ben stóð í snyrtilegri fylkingu á þilfarinu, þar á meðal hinir 270 léttsærðu. Hinn þunglyndislegi Hawajasöngur hljómaði skært með björtum rödd- um meyjanna. Franklin seig upp að bryggjunni. Meyjarnar störðu, hikuðu, fipaðist; þær komust við og söngur þeirra dó út. Enginn gat horft á þetta sorgarskip án þess að komast við, enginn nema áhöfnin, þess eigin á- höfn. Auðvitað var það faðir O'CalIa- han, sem átti upptökin. Og öll á- höfnin tók undir. Flotaforingjarnir, sem biðu á bryggjunni, lögðu við hlustir. Uppi á stjórnpallinum hnippti G’ehres skipstjóri í Joe Taylor og glotti, þegar þessir menn, sem heimtir voru í Helju, sungu hástöf- um: „The Old Big Ben, she ain’t what she used to be, ain‘t what she used to be“. Vinkona mín, sem er listmálari, varð mjög glöð, er eitt málverk hennar var valið til sýningar á listsýningu eina mikla. Bar það heitiö „Vöxtur". Við opnunina tókum við okkur stöðu á lítið áberandi stað og biðum þess að heyra undirtektir sýningargestana. Einn virðulegur herra rannsakaði málverkið mjög gaumgæfilega með stækkunargleri. Við urðum stórhrifnar og héldum, að þarna væri kannske væntanlegur kaupandi á ferðinni. Að lokum áræddi vinkona mín að spyrja hann, hvað honum fyndist um myndina. Þá svaraði hann: ,,Ég hef mjög lengi fengizt við sjúkdómsgreiningu ýmissa innvortissjúkdóma. En hvernig sem ég reyni, get ég samt ómögulega ákvarðað, hvort hér er um ill- kynjaðan eða góðkynjaðan vöxt að ræða!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.