Úrval - 01.04.1966, Síða 71
SÍÐASTA ORRUSTAN
69
hvelfingum og undirgöngum neðan-
jarðarstöðvanna, úr ioftvarnabyrgj-
um undir opinberum byggingum og
upp úr kjöllurum hruninna húsa
sinna. Þeir, sem lifað höfðu af enn
eina nótt, voru ákveðnir í að lifa
af enn einn dag, hverjar svo sem
vonir þeirra og stjórnmálaskoðanir
voru eða hið sérstaka eðli ótta
þeirra.
Sama máli gegndi um alla þjóð-
ina. Á þessu sjötta ári heimsstyrj-
aldarinnar síðari barðist Þýzkaland
Hitlers örvæntingarfullri baráttu
fyrir sjálfu lífi sínu. Ríki hans, sem
verða átti sannkallað þúsundáraríki,
hafði orðið fyrir innrás bæði í vestri
og austri. Einum 300 mílum fyrir
vestan borgina voru enskar og am-
erískar hersveitir nú að streyma að
hinni miklu Rín. Þær höfðu jafnvel
komizt yfir hana við Remagen og
æddu nú áfram í áttina til Berlín-
ar. Á austurbakka Oderárinnar hafði
nú enn magnaðri ógnun birzt. Þar
stóðu nú rússnesku herirnir, tæp-
um 50 mílum fyrir austan borgina.
Horfzt í augu við hið óþekkta.
í suðvesturhverfinu Zehlendorf
hafði mjólkurpósturinn Richard
Poganowska farið á fætur í dögun
eins og venjulega. Hann vann fyr-
ir hinn þriggja alda gamla Domane
Dahlem búgarð, sem var aðeins
nokkrum mílum frá miðbiki hinnar
risavöxnu höfuðborgar. Staðsetning
þessa kúabús hefði þótt furðulegt í
öðrum borgum, en því var ekki
þannig farið í' Berlín. Fimmti hluti
borgarsvæðisins var óbyggður,
skemmtigarðar og skógar, skurðir,
lækir, vötn og opin svæði.
Poganowska hafði eytt nóttunni
enn einu sinni niðri í kjallara á-
samt Lisbeth konu sinni og þrem
börnum þeirra. Þaðhafði verið næst-
um alveg ómögulegt að festa blund
vegna hins sífellda hávaða í loft-
varnabyssunum og sprengjuhvell-
anna. Þessi 39 ára gamli mjólkur-
póstur var því síþreyttur þessa dag-
ana eins og allir aðrir í Berlín.
Dauðsyfjaður staflaði hann brús-
unum á fornfálega mjólkurvagninn
og aftanívagn hans, spennti hestana
sína tvo fyrir vagninn og hélt svo
af stað klukkan 6 að morgni ásamt
honum Poldi, gráa hundinum sín-
um, sem settist rólegur upp í vagn-
inn við hlið honum. Þeir voru að
leggja af stað með mjólkina til 1200
fastra viðskiptavina. En þótt klukk-
an væri ekki orðin meira, biðu sum-
ir viðskiptavina hans samt eftir hon-
um á götuhornunum. Hann heilsaði
þeim glaðlega að venju og afhenti
hverjum sinn nauma skammt af
mjólk og öðrum mjólkurafurðum.
Viðskiptavinir hans virtust sífellt
verða þreytulegri, órólegri og á-
hyggjufyllri, eftir því sem dagarn-
ir liðu hver af öðrum. Poganowska
gerði sig ekki líklegan til þess að
ræða fréttirnir við þá, heldur hélt
áfram sinni daglegu ferð, sem tók
hann 15 tíma.
Á hverjum degi skimaði hann í
kringum sig í leit að einhverjum
vísbendingum, sem gætu hjálpað
honum til þess að halda dauðahaldi
í einhverja von. Vegirnir og stræt-
in voru t.d. enn opin. Það voru
engar vegahindranir né skriðdreka-
gildrur á aðalstrætunum, engar stór-
skotaliðsbyssur né skriðdrekar neins