Úrval - 01.04.1966, Side 71

Úrval - 01.04.1966, Side 71
SÍÐASTA ORRUSTAN 69 hvelfingum og undirgöngum neðan- jarðarstöðvanna, úr ioftvarnabyrgj- um undir opinberum byggingum og upp úr kjöllurum hruninna húsa sinna. Þeir, sem lifað höfðu af enn eina nótt, voru ákveðnir í að lifa af enn einn dag, hverjar svo sem vonir þeirra og stjórnmálaskoðanir voru eða hið sérstaka eðli ótta þeirra. Sama máli gegndi um alla þjóð- ina. Á þessu sjötta ári heimsstyrj- aldarinnar síðari barðist Þýzkaland Hitlers örvæntingarfullri baráttu fyrir sjálfu lífi sínu. Ríki hans, sem verða átti sannkallað þúsundáraríki, hafði orðið fyrir innrás bæði í vestri og austri. Einum 300 mílum fyrir vestan borgina voru enskar og am- erískar hersveitir nú að streyma að hinni miklu Rín. Þær höfðu jafnvel komizt yfir hana við Remagen og æddu nú áfram í áttina til Berlín- ar. Á austurbakka Oderárinnar hafði nú enn magnaðri ógnun birzt. Þar stóðu nú rússnesku herirnir, tæp- um 50 mílum fyrir austan borgina. Horfzt í augu við hið óþekkta. í suðvesturhverfinu Zehlendorf hafði mjólkurpósturinn Richard Poganowska farið á fætur í dögun eins og venjulega. Hann vann fyr- ir hinn þriggja alda gamla Domane Dahlem búgarð, sem var aðeins nokkrum mílum frá miðbiki hinnar risavöxnu höfuðborgar. Staðsetning þessa kúabús hefði þótt furðulegt í öðrum borgum, en því var ekki þannig farið í' Berlín. Fimmti hluti borgarsvæðisins var óbyggður, skemmtigarðar og skógar, skurðir, lækir, vötn og opin svæði. Poganowska hafði eytt nóttunni enn einu sinni niðri í kjallara á- samt Lisbeth konu sinni og þrem börnum þeirra. Þaðhafði verið næst- um alveg ómögulegt að festa blund vegna hins sífellda hávaða í loft- varnabyssunum og sprengjuhvell- anna. Þessi 39 ára gamli mjólkur- póstur var því síþreyttur þessa dag- ana eins og allir aðrir í Berlín. Dauðsyfjaður staflaði hann brús- unum á fornfálega mjólkurvagninn og aftanívagn hans, spennti hestana sína tvo fyrir vagninn og hélt svo af stað klukkan 6 að morgni ásamt honum Poldi, gráa hundinum sín- um, sem settist rólegur upp í vagn- inn við hlið honum. Þeir voru að leggja af stað með mjólkina til 1200 fastra viðskiptavina. En þótt klukk- an væri ekki orðin meira, biðu sum- ir viðskiptavina hans samt eftir hon- um á götuhornunum. Hann heilsaði þeim glaðlega að venju og afhenti hverjum sinn nauma skammt af mjólk og öðrum mjólkurafurðum. Viðskiptavinir hans virtust sífellt verða þreytulegri, órólegri og á- hyggjufyllri, eftir því sem dagarn- ir liðu hver af öðrum. Poganowska gerði sig ekki líklegan til þess að ræða fréttirnir við þá, heldur hélt áfram sinni daglegu ferð, sem tók hann 15 tíma. Á hverjum degi skimaði hann í kringum sig í leit að einhverjum vísbendingum, sem gætu hjálpað honum til þess að halda dauðahaldi í einhverja von. Vegirnir og stræt- in voru t.d. enn opin. Það voru engar vegahindranir né skriðdreka- gildrur á aðalstrætunum, engar stór- skotaliðsbyssur né skriðdrekar neins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.