Úrval - 01.04.1966, Page 80
78
TJRVAL
sig, meðan á viðureigninni stæði.
Þar var lítið um matarbirgðir nema
nokkuð af kartöflum og niðursoðn-
um túnfiski, en þar voru aftur á
móti nægar birgðir af þýzkum og
frönskum vínum. Hann sagði við
þau hin: „Meðan við bíðum eftir
guð veit hverju, getum við svo sem
látið okkur líða þolanlega". Svo
bætti hann við: „Ef vatnið þrýtur,
þá höfum við þó alltaf kampavínið“.
Þótt ótrúlegt megi teljast með öllu,
þá héldu nokkrir þeirra', sem ofboðs-
legast höfðu verið ofsóttir af naz-
istum, enn dauðahaldi í lífið í fel-
um víðs vegar um Berlínarborg, í
þröngum klefum og jafnvel skápum,
í rökum kjöllurum og loftlausum
hanabjálkaloftum. Þeir biðu aðeins
þess dags, er þeir gætu skriðið fram
úr fylgsnum sínum. Þeim var al-
veg sama, hverjir yrðu fyrstir til
Berlínar, bara að einhverjir kæm-
ust þangað og það sem allra fyrst.
Flestir vinir þeirra álitu þá vera
dána, og þeir voru það líka á viss-
an hátt. Sumir höfðu ekki séð sól-
ina árum saman.
Hegðun þeirra einkenndist öll af
gallhörðu rólyndi. Þeir voru úrræða-
góðir og þolgóðir. Þeir áttu hæfi-
leikanum til þess að berja niður
hverja tilfinningu raunverulega líf
sitt að launa. Eftir sex ára styrjöld
og næstum þrettán ára ofsóknir og
ótta í sjálfri höfuðborg ríkis Hitl-
ers voru næstum 3.000 þeirra enn á
lífi. Sú staðreynd var líka talin vott-
ur um hugrekki þeirra kristnu
manna, sem héldu verndarhendi yf-
ir þessum fórnardýrum hinnar nýju
skipunar —• Gyðingunum.
Siegmund og Margarete Weltling-
er, sem bæði voru komin fast að
sextugu, leyndust enn í Pankow-
hverfinu. Möhringfjölskyldan, sem
var áhangandi Christian Scientist-
trúarhreyfingarinnar, hafði skotið
yfir þau skjólshúsi og hætt þannig
lífi sínu. Möhringhjónin bjuggu í
þröngri tveggja herbergja íbúð með
dætrum sínum tveim. En þau deildu
hinu auma rúmi og matarskammti
með þessum Gyðingahjónum án þess
að mögla.
1 tvö ár hafði hinn ytri heimur
aðeins birzt Weltingerhjónunum
sem svolítill blettur af himninum,
sem glitti í á milli hárra bygginga,
og tré, sem stóð eitt síns liðs í öm-
urlegum húsagarði, er eldhúsglugg-
inn vissi að.
Árið á undan höfðu rúmar fjór-
ar þúsundir Gyðinga verið hand-
teknar af Gestapo á strætum Berlín-
ar. Margir þeirra höfðu hætt frelsi
sínu, vegna þess að þeir gátu ekki
þolað einveruna og innilokunina
lengur.
í kjallara einum í Karlshorst
leyndist hinn 27 ára gamli Joachim
Lipschitz undir verndarvæng Ottos
Krúgers. Hann var sonur læknis af
Gyðingaættum ’ og arískrar móður.
Hann hafði verið kallaður í herinn
og hafði misst handlegg á austur-
vígstöðvunum árið 1941. En hern-
aðarþjónusta hans hafði ekki bjarg-
að honum frá afleiðingum þess
glæps að vera Gyðingur í aðra ætt-
.ina. í aprílmánuði árið 1944 hafði
hann verið flokkaður upp á nýtt og
skyldi sendast í fangabúðir. Og á
því augnabliki fór hann í felur. Nú
var hann að læra rússnesku, en