Úrval - 01.04.1966, Page 95

Úrval - 01.04.1966, Page 95
SÍÐASTA ORRUSTAN 93 ar. Eftir að Foringinn hafði heila kvöldstund rannsakað kort þetta og meðfylgjandi plögg, sem geymd voru í rauðri möppu, merkti hann skjölin sem „Alger ríkisleyndarmál“. Með plöggum þessum fylgdi 70 blaðsíðna skýrsla og bréf, undirrit- að af Sir Francis de Guingand hers- höfðingja, æðsta aðstoðarmanni Montgomery. Og utan á möppunni gat að líta hinn ógnvænlega titil „Áætlunin Sólmyrkvi" (Operation Eclipse). Og við bakhlið möppunnar voru heft tvö kort, sem draga mátti í sundur. Þau voru 18 sinnum 20 þumlungar að stærð. Breið landa- mæri voru dregin yfir kortið og það á fleiri en einum stað. Hinir ýmsu hlutar Þýzkalands voru merktir þumlungsháum upphafsstöfum. Norður- og norðvesturhéruðin báru stafina U.K. (Stóra Bretland), suð- urhéruðin stafina U.S.A. (Bandarík- in) og hinn hluti Þýzkalands staf- 'ina U.S.S.R. (Sovétríkin). Berlín var langt inni á Sovétsvæðinu, en henni var einnig skipt á milli hinna „Þriggja Stóru“. Plögg þessi voru rothögg á síð- ustu vonir Þýzkalands. Hitler og ráðgjafar hans höfðu búizt við því, að samvinnu Vesturveldanna og Rússa tæki að hnigna stórum, strax og Rauði herinn færi yfir landa- mæri Þýzkalands. Þeir álitu, að Vesturveldin mundu vissulega ekki leyfa Sovétríkjunum að ráða yfir Mið-Evrópu. En þegar þeir höfðu skoðað plögg þessi vandlega, þá gerðu þeir sér grein fyrir því, að plöggin bentu greinilega til, að sam- vinna allra þessara Bandamanna væri enn í bezta gengi, og hin opin- bera yfirlýsing frá Yaltaráðstefn- unni staðfesti þá staðreynd. Plögg þessi lögðu ákveðna áherzlu á skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja, og sú staðreynd var jafnvel enn al- varlegri. Slíkt var nefnt æ ofan í æ í plöggum þessum. Þjóðverjar höfðu verið vissir um, að „skilyrð- islaus uppgjöf“ væri bara áróður ætlaður til þess að stappa stálinu í óvinaþjóðir Þýzkalands. Nú vissu þeir, að sér var alls ekki um áróð- ur að ræða. Fyrirætlanir Banda- manna gáfu alls engin fyrirheit um nokkra von, nokkra framtíð Þýzka- landi til handa. Jodl fannst þetta þýða, að það væri því ekki um annað að gera fyrir Þýzkaland en að berjast þar til yfir lyki. Skyggnzt inn í framtíðina. Ein af hinum miklu goðsögnum, sem skapazt hafa eftir stríðslok, er sú, að það hafi verið Roosevelt for- seti, sem réð því, hvernig hernáms- svæðunum var skipt í Þýzkalandi. En það er samt staðreynd, að á- ætlun þessi var brezk að öllu leyti. Klukkan 3 síðdegis þann 19. nóv- ember árið 1943 var forsetinn stadd- ur í fundarherbergi á orrustuskipinu „U.S.S. Iowa“ á leið til hinna ná- lægari Austurlanda til þess að sitja ráðstefnur, sem yfirmenn herafla Bandamanna ætluðu að halda í Kairo og Teheran. Hann var um- kringdur hópi aðstoðarmanna sinna og ráðgjafa. Það var auðséð á hon- um, að honum mislíkaði eitthvað stórlega. Plöggin og kortin fyrir framan hann voru kjarninn í áætl- un, sem bar heitið „Rankináætlun- Evrópu. í „Rankináætluninni. máli C“ var fjallað um, hvað til bragðs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.