Úrval - 01.04.1966, Page 96

Úrval - 01.04.1966, Page 96
94 ÚRVAL in, mál C“. Þetta var ein fjölmargra áætlana, sem gerðar höfðu verið í sambandi við framkvæmd hinnar miklu áætlunar, sem fyrir dyrum stóð að framkvæma, „Operation Ov- erlord“ — allsherjarinnrásarinnar í Evrópu í Rankináætluninni máli C var fjallað um hvað til bragðs skyldi taka, ef óvinurinn óskaði skyndilega eftir friðarsamningum eða varnir hans biluðu gersamlega á snögglegan hátt. Áætlunin gerði ráð fyrir því, að þýzka ríkinu og Berlín yrði skipt í svæði og skyldi hvert stórveldanna þriggja hernema eitt svæði. En það, sem forsetanum mislíkaði, var svæðið, sem átti að koma í hlut lands hans. Rankináætlunin hafði verið gerð við furðulegar og óviðunandi að- stæður. Það var þá enn eftir að út- nefna sameiginlegan yfirmann her- afla Bandamanna í Evrópu. Og brezka hershöfðingjanum Frederick Morgan hafði verið falið hið erfiða starf að reyna að semja framtíðar- áætlanir, sem þessi tilvonandi yfir- maður átti svo síðar að framkvæma. Hann átti að semja áætlun um sókn- ina yfir Ermasund og einnig áætl- un um það, sem til bragðs skyldi taka, ef Þýzkaland gæfist skyndi- lega upp. Síðar skýrði hann frá því, að fyrstu frumdrættirnir að hernámi Þýzkalands hafi ekki ver- ið gerðir, „fyrr en neytt hafði verið allra bragða til þess að reyna að skyggnast inn í framtíðina". En á- ætlun þessi bar einnig merki ým- issa ráðstafana, sem ráðuneytis- nefnd, mynduð undir yfirstjórn Clements Attlees varaforsætisráð- herra, hafði mælt með, að gerðar eru. Nefnd þessi hafði mælt með þrískiptingu landsins, og samkvæmt skiptingu þessari átti Bretland að hernema hin auðugu iðnaðar- og viðskiptahéruð í norðvesturhluta landsins. Morgan tók kort af Þýzkalandi og dró línur yfir það, þannig að því var skipt í sem næst jafnstóra þriðj- unga „og dró daufar línur með blá- um blýanti ofan í fylkjamörk þau, sem sýnd voru á kortinu“. Það lá í augum uppi, að Rússar, sem sóttu að Þýzkalandi úr austri, hlytu að hernema austurhluta landsins. Hvað brezku og amerísku svæðin snerti, virðist sú skipting þeirra, að Bretar hlytu nyrðra svæðið og Bandaríkja- menn það syðra, hafa frá fyrstu ákvarðast af þessari staðreynd: bandarískar hersveitir höfðu frá fyrstu haft bækistöðvar í suður- og suðvesturhluta Englands, en brezk- ar liðsveitir í norður- og suðaustur- hlutanum. Þannig voru liðin aðskild. Þau höfðu hvort um sig sínar sér- stöku herstöðvar og birgðastöðvar og aðskilda birgðaöflun og fjar- skiptakerfi. Morgan leit þannig á framkvæmd „Operation Overlord", allsherjarinnrásarinnar í Evrópu, að þessu fyrirkomulagi yrði haldið áfram á innrásarströndunum í Nor- mandí hinum megin Ermarsunds og að öllum líkindum áfram allt til enda, allt inn í hjarta Þýzkalands sjálfs, Bandaríkjamenn væru þann- ig alltaf staðsettir hægra megin í sóknarfylkingunni og Bretar vinstra megin. Og þannig mundi þá fara að lokum, að Bandaríkjamenn her- næmu suðurhéruð Þýzkalands. Um þetta viðhafði Morgan þessi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.