Úrval - 01.04.1966, Síða 100

Úrval - 01.04.1966, Síða 100
98 ÚRVAL beittu fulltrúar frá þeirri deild Her- málaráðuneytisins, sem fjallar um borgaraleg málefni, neitunarvaldi sínu með þeim árangri, að allt fór í strand. Þannig glataðist síðasta vonin að fullu og öllu um, að unnt mundi að samræma hinar ólíku skoðanir og mynda samræmda, skýrt afmarkaða bandaríska stefnu í máli þessu. Deilurnar héldu áfram allan desembermánuð árið 1943. Og á meðan beið Winant í Lundúnum, án þess að honum bærust nokkur fyrirmæli. Eisenhower hershöfðingi, sem ný- lega hafði verið útnefndur æðsti yfirmaður herja Bandamanna vegna fyrirhugaðrar innrásar á meginland Evrópu, kom til Lundúna þann 14. janúar árið 1944 til þess að taka við þessari nýju stöðu sinni. Og um leið varð það hann, sem fékk vald til þess að taka hernaðarlegar á- kvarðanir og sjá um framkvæmd þeirra. Þann 15. janúar var Rankin C-áætlunin borin formlega fram af Sir Wiiliam Strang, aðstoðarutan- ríkismálaráðherra Bretlands, við þá Winant og Fedor Gusev, sendiherra Bandaríkjanna og Rússlands. Vegna þess að engin lausn hafði fengizt á deilumálum þessum í Washington, höfðu Bandaríkjamenn glatað tæki- færinu til þess að eiga frumkvæðið í máli þessu. Og það átti ekki fyr- ir þeim að liggja að öðlast slíkt frumkvæði aftur. Á öðrum formlegum fundi Ráð- gjafanefndar Evrópu samþykkti Gusev hátíðlega brezku uppástung- urnar án þess að bera fram nokkrar mótbárur, en hann var harðdrægur samningamaður, sem var þekktur fyrir þrjózku sína í öllum samninga- viðræðum. Segja má, að þarna hafi vissulega verið sett hraðamet, hvað snertir sovézkar ákvarðanir í utan- ríkismálum. Samtímis því lagði hann fram sovézk frumdrög að upp- gjafar- og friðarskilmálum fyrir Þýzkaland. Einn kaflinn fjallaði um hernámssvæðin: sá kafli var í raun- inni algerlega samhljóða brezku upp- ástungunni. Samkvæmt frumdrög- um þessum áttu Rússar að fá næst- um 40% af Þýzkalandi öllu, 36% íbúanna og 33% auðlinda þess og framleiðslugetu. Um þetta atriði viðhafði Strang þessi orð síðar: „Skipting sú, sem stungið var upp á, virtist ekki vera ósanngjörn. Hafi Rússum kannske verið sýnt helzt til mikið örlæti með henni, þá var slíkt aðeins í samræmi við óskjir hernaðaryfir- valda okkar, sem voru áhyggjufull vegna fyrirsjáanlegs skorts á mann- afla til þess að taka að sér hersetu í og stjórn á óhóflega stóru her- námssvæði". Ástæðurnar fyrir þess- ari ákvörðun voru miklu fleiri. Ein ástæðan var ótti um, að Rúsland kynni að gera sérstakan friðarsamn- ing við Þýzkaland. Einnig var um að ræða ótta, einkum meðal banda- rískra forráðamanna, um að Rúss- land mundi ef til vill ekki ganga í lið með þeim í stríðinu gegn Jap- önum. Það kom flatt upp á ráðamenn í Washington, hversu Rússar voru leiftursnöggir að samþykkja hinar brezku tillögur. „Hvert er hemáms- svæðið, sem við stingum upp á, að þeir fái“? spurði forsetinn sjálfur. „Ég verð að fá að vita það til þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.