Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 115
SÍÐASTA ORRUSTAN
113
leggjast. Allt átti að sprengja í loft
upp eða brenna, aflstöðvar, vatns-
veitur og gasstöðvar, stíflugarða og
áveituhlið, hafnir og skipaskurði,
iðnaðarhéruð og rafmag'nsnet, skip
og brýr, farartæki og samgöngu-
miðstöðvar, verksmiðjur og verzl-
anir og jafnvel vegina sjálfa.
Speer trúði ekki sínum eigin aug-
um, er þessi skipun barst honum.
Hann bað Hitler um að hugsa mál-
ið betur og sagði við hann: „Við
verðum að gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess að haida við
einhverjum grundvelli, þótt frum-
stæður kunni að verða, fyrir áfram-
haldandi lífi þjóðar okkar. Við höf-
um engan rétt til þess að hefja öldu
skemmdarverka, sem kunna að hafa
mjög óheppileg áhrif á líf fólksins".
Mótbárur Speers höfðu engin á-
hrif á Hitler: „Þáð er engin þörf á
að vera lengur með vangaveltur um
grundvöll jafnvel hinnar frumstæð-
ustu tilveru þessarar þjóðar“, svar-
aði hann. „Á hinn bóginn er betra
að eyða jafnvel því, okkur sjálfum.
Þjóðin hefur reynzt vera veik-
geðja“. Með þessum orðum afskrif-
aði Hitler alla þýzku þjóðina. „Þeir,
sem eftir verða, þegar orrustunni
er lokið, eru lítils virði, því að hin-
ir góðu hafa þá þegar fallið". Á
tímanum frá 19. til 23. marz
streymdi geysilegur fjöldi skipana
Hitlers um gervallt Þýzkaland.
Hverjum þeim, sem yrði seinn á sér
að framkvæma þetta, var ógnað með
lífláti.
Árum saman hafði Speer lokað
augum sínum fyrir hinni ruddalegu
ofbeldishlið hinna ýmsu fram-
kvæmda nazismans, þar sem hann
áleit sig standa ofar slíku sem æðri
vitsmunavera. Nú varð hann skyndi-
lega gripinn hryllingi og sagði við
Jodl hershöfðingja: „Hitler er al-
gerlega vitskertur. Það verður að
stöðva hann“. Hann stofnaði lífi
sjálfs síns í hættu, þegar hann tók
að vinna gegn þessari stefnu Hitl-
ers með hjálp nokkurra háttsettra
vina sinna í hernum. Hann hringdi
í iðnjöfra, flaug til herbækistöðva,
heimsótti embættismenn úti á lands-
byggðinni og lagði alls staðar ríka
áherzlu á það, að fyrirætlun Hitl-
ers jafngilti eilífum dauða Þýzka-
lands og mætti því alls ekki verða
framkvæmd.
Ofralega á listanum yfir þær
þýzku auðlindir, sem Speer leitað-
ist nú við að vernda með kjafti og
klóm, var sjálf Fílharmóníuhljóm-
sveit Berlínar. Nú nálgaðist orrust-
an um Berlín óðum, og því máttu
hljómsveitarmeðlimirnir nú eiga
von á því hvað dag sem var, að þeir
yrðu innlimaðir í Heimavamarliðið
(Volksstrum). Einnig gátu þeir átt
von á því að falla í hendur Rússum.
En innanríkisráðherran var með á-
ætlun á prjónunum. Hann hafði þeg-
ar framkvæmt fyrsta þátt hennar.
Mennirnir, sem nú voru staddir á
leiksviði Beethovenhljómleikahall -
arinnar, voru nú allir klæddir dökk-
um jakkafötum, allir 105 með tölu.
Kjólfötum þeirra, ásamt nokkrum
af beztu hljóðfærum hljómsveitar-
innar, þar á meðal hinum frægu
Wagnerlúðrum, hafði verið komið
undan í laumi fyrir 3 vikum. Allt
þetta var nú falið nálægt Kulmbach,
240 mílum fyrir suðvestan Berlín.
Það gat ekki hjá því farið, að Banda-