Úrval - 01.04.1966, Blaðsíða 123
NÝJA SKÓGARBORGIN í FINNLANDI
121
bæjarkjarna, þar sem rísa skyldu
ýmsar opinberar byggingar borgar-
innar. Hann breytti sem sagt þess-
ari forljótu gryfju í unaðsfagurt
stöðuvatn, þar sem gosbrunnar
spýttu vatnssúlum sínum upp úr
yfirborðinu.
Öðrum megin við þetta tilbúna
stöðuvatn sá Ervi í anda rísa 13
hæða skrifstofubyggingu með veit-
ingahúsi á efstu hæð með hinu dýr-
legasta útsýni. Hann skipulagði
verzlunarbreiðgötu með bönkum og
verzlunum. Þar nálægt skyldi verða
almenningsbílageymsla fyrir íbúa
hverfisins. Hinum megin vatns þessa
skyldu rísa leikhús og hljómleika-
höll, opinbert bókasafn og ýmsar
aðrar opinberar byggingar. Þar átti
einnig að verða hin nýtízkulegasta
sundlaug, með sannkölluðum
galdraveggjum. Aðeins þyrfti að ýta
á hnapp, og þá yrði hægt að breyta
útilauginni í innilaug í köldu veðri.
Von Hertzen gaf húsateiknurun-
um alveg frjálsar hendur um teikn-
ingu og skipulagningu íbúðanna.
Þar var um margs konar teikningar
að ræða, allt frá örlitlum tveggja
herbergja íbúðum (1 stofa og ör-
lítið eldhús) til fimm herbergja
húsa með fullkomnu eldhúsi, bað-
herbergi og hinni ómissandi gufu-
baðstofu. Sum húsin voru einnar
hæðar lág hús, umkringd mishæð-
óttum görðum. Önnur voru tveggja
hæða raðhús. Frá öllum lágu stígar
að nálægum skógi. Aðrar teikningar
sýndu þriggja hæða og tíu hæða
fjölbýlishús. í öllum slíkum fjöl-
býlishúsum voru sameiginlegar
gufubaðstofur, þar sem tilvonandi
íbúar áttu að geta fengið sér gufu-
bað samkvæmt viðurtekinni, alda-
gamalli finnskri siðvenju.
Von Hertzen lét heildarskipulag-
ið taka til þriggja íbúðarhverfa,
sem umkringja skyldu bæjarkjarna
hinna opinberu bygginga og renna
saman við hið náttúrlega umhverfi
skógivaxinna hæða og sjávar-
stranda. Á milli úthverfa þessara og
skógarins skyldu verða opin al-
menningssvæði og einstakir garðar.
Net neðanjarðaræða skyldi flytja
gufu, heitt vatn og rafmagn í hvert
hús og hverja íbúð frá hitunarstöð
hverfisins, sem falin skyldi í skóg-
arlundi.
Er borgin byrjaði að taka á sig
lögun, komust tortryggnir forráða-
menn ýmissa byggingarfélaga
smám saman á þá skoðun, að þessi
trjáborg hans Hertzens væri ekki
svo vitlaus hugmynd, þegar allt
kæmi til alls. Og nú tóku þeir að
keppa um að ná samningum við
Hertzen um byggingu húsa. En
jarðýtustjórarnir þeirra unnu ó-
skaplega varlega, svo að árrisull
náungi með stálblá augu, Heikki
von Hertzen að nafni, kæmi ekki
óvænt að þeim, þar sem þeir væru
að skemma tré, sem alls ekki mátti
fella undir nokkrum kringumstæð-
um.
HÚS TIL SÖLU
Von Hertzen gerðist mjög á-
hyggjufullur, þegar byggingu fyrstu
húsanna lauk vorið 1954. Þetta var
þýðingarmikið augnablik. Gagnrýn-
endur þessarar áætlunar höfðu spáð
því, að fáar fjölskyldur vildu flytja
frá Helsinki og grafa sig lifandi
í einhverri borg, sem væri faiin