Úrval - 01.03.1969, Page 40
38
ÚRVAL
kennaranum þarna alltaf nokkur
vandi á höndum, þar sem erfitt er
að finna hinn gullna meðalveg. En
ég myndi telja það hollara barn-
anna vegna að þarna væri sett fyrir
frekar of lítið en of mikið. Það er
einhver höfuðsynd margra kennara,
sérstaklega duglegra og kappsfullra
kennara, að ætla börnunum meira
en þau eru fær um að geta.
Ég hef nokkrum sinnum haft
skoðanakönnun um það í ýmsum
bekkjardeildum, sérstaklega í efri
bekkjum barnaskólans, hve dagleg-
ur vinnutími barnanna væri langur,
með heimanámi. Þau hafa svarað
eftir beztu samvizku og tekið þá
fyrir t.d. eina viku og skráð hjá sér
daglegan vinnutíma. Hefur þá kom-
ið fram, að vinnutíminn hefur
reynzt óhóflega langur, svo að það
nálgast þrældóm.
Enn verra er þó ástandið í fram-
haldsskólunum þar sem fagkennsla
ríkir. Þar setur hver fagkennari fyr-
ir í sinni námsgrein, án þess að hafa
hugmynd um, hvað hinir setja fyr-
ir, og er þá ekki tekið tillit til ann-
arra aukastarfa, sem oft hlaðast á
nemendur á þessum aldri, svo sem
félagsstörf, aukatímar í hljóðfæra-
leik o.fl. Þetta getur allt farið fram
úr öllu hófi, og er líklegt til að
vekja námsleiða, þótt hann hafi
annars ekki verið fyrir hendi.
Það hefur að vísu nokkrum sinn-
um verið bent á það af foreldrum
8 og 9 ára barna, einkum þeim 9
ára, að þau hefðu of lítið að gera.
Skólinn fengi þeim ekki nægileg
verkefni. Ég geri ráð fyrir að þetta
sé réttmæt aðfinnsla, og þyrfti þá
að bæta úr þessu í námsskránni, að
færa námið þarna eitthvað til og
nýta þennan tíma betur á einhvern
hátt.
Ég hef oft vakið athygli á því
bæði í ræðu og riti, að foreldrum,
ekki sízt mæðrum, væri ekki ætl-
að að annast kennslu barna sinna
heima. Það mætti frekar segja, að
þeir ættu þar að vera eins konar
námsstjórar. Kennsluna eiga skól-
arnir að annast og gera ef allt er
með felldu. En börn eru alltaf börn.
Þau þurfa stjórn við námið, einnig
heima hjá sér. Það er þessi stjórn,
sem ætlazt hefur verið til af for-
eldrunum. Hlutverk heimilanna er
þá fyrst og fremst það að sjá úm
að börnin geri skyldu sína varðandi
heimanámið og rétta hjálparhönd,
þegar þess er brýn þörf. Foreldr-
arnir þurfa sérstaklega að láta börn-
in finna til þess, að þau hafi áhuga
á námi þeirra og standi alltaf á bak
við þau. Horfi yfir öxlina á þeim
við heimanámið hvetji þau og hæli
þeim, þegar það á við, en finni að
í hófi. Þetta er hið mikilvæga hlut-
verk foreldranna, og ekki sízt
mæðranna.
Því miður hefur það stundum
komið fyrir að þau mistök hafa
orðið, að foreldrarnir hafa unnið
verkefnin fyrir börnin, sem börnin
skila svo sem sinni vinnu. En það er
hinn mesti bjarnargreiði bæði við
skólann og börnin. Það er t.d. alveg
fráleitt að reikna heimadæmin fyrir
börnin, eða annað ámóta.
Ég þykist vita, hvernig þessi mis-
tök eiga sér oftast stað. Börnin hafa
að sjálfsögðu ekki sjálfsstjórn til
að skipta tíma sínum hæfilega á
milli skyldustarfa og leikja. Leik-