Úrval - 01.03.1969, Síða 56
54
Vélin steypti sér og þaut eins og kólfi vceri
skotið lágt yfir lendingarbrautunum með
1500 km-. hraða á klukkustund og var óðara
úr augsýn. Þá kvað við feikna brestur.
Flugvallarbyggingin lá í rústum.
r
A að banna flug
risaþotanna?
Eftir JAMES WINCHESTER.
ann 5. ágúst, 1959, var
orrustuflugvél, „F-104
Starfighter“ frá Lock-
heedverksmiðjunum á
sýningarflugi yfir Up-
landsvellinum í Ottawa. Áhorfend-
urnir stóðu úti fyrir nýrri og næst-
um fullgerðri flugvallarbyggingu,
stórhýsi miklu úr gleri og ryðfríu
stáli. Sýningarstjórinn hafði radíó-
samband við flugmanninn. „Fljúgðu
einu sinni lágt yfir“, sagði hann.
Vélin steypti sér og þaut eins og
kólfi væri skotið lágt yfir lending-
arbrautunum með 1500 km. hraða á
klukkustund og var óðara úr aug-
sýn.
Þá kvað við feikna brestur.
Flugvallarbyggingin nýja lá í
rústum. Veggirnir hrundir inn, allt
gler mölbrotið. Gólfin voru þakin
braki úr einangrunarþiljum og þak-
hellum. Dyraumbúnaður, glugga-
karmar og burðarstoðir — allt var
undið og skælt. Viðgerðin kostaði
tuttugu milljónir króna.
Þessi tuttugu milljón króna brest-
ur er ljóst dæmi um hið harla al-
varlega vandamál, sem flugvélaiðn-
aðurinn stendur andspænis aðleysa.
Þegar flugvél fer fram úr hljóð-
hraða, kveður við feiknhár brest-
ur. Fyrir fimm árum var brestur
þessi einungis skemmtiatriðið við
flugvélasýningar. Nú er svo komið
að einmitt þessi brestur stofnar
framtíð hljóðframa farþegaflugsins
í hættu.
Tæknilega séð er ekkert því til
fyrirstöðu, að hljóðframar farþega-
flugvélar geti hafið flug á áætlun-
arleiðum eftir nokkur ár. Fyrir hina
tröllauknu hreyfla, sem framleiða
tvo þriðju hluta þeirrar þrýstiorku,
sem með þurfti til að flytja fyrsta
bandaríska gervihnöttinn út í geim-
55
Myndin sýnir
þotu, sem
flýgur hraðar
en hljóðið. Um
leið og hún
klýfur loftið
myndast
þrýstilofts
bylgja á eftir
vélinni eins og
keila x laginu.
Bylgjan verð-
ur að œrandi
bresti, þegar
hún nær til
jarðar.
inn, mundu þær valda gerbyltingu
í öllum flutningum á langleiðum.
Þær munu fljúga í 18 km. hæð,
ofar öllum veðrum undir síheiðum,
næstum myrkum himni og með hin-
um mikla flughraða, allt að 800 m.
á sekúndu, fara þær langt fram úr
bæði hljóði og sól. Flugið á milli
fjarlægustu borga á jörðinni tekur
ekki nema tólf stundir.
Fjárfestingin í því sambandi nem-
ur gífurlegum upphæðum þegar
þar að kemur. Því er spáð, að um
1990 þurfi stóru flugfélögin á að
halda að minnsta kosti 100 hljóð-
frömum flugvélum, fyrir allt að
1500 milljarða króna. Það er ekki
neinn smáskildingur, og auk þess
er það fjárfesting, sem veitir
mönnum í hundraðþúsundatali
vinnu við störf, sem krefjast hinn-
ar ýtrustu vandvirkni. En þessi ein-
stæðu farartæki geta líka reynzt
einstæð mistök. Verði ekki unnt
að draga úr hljóðbrestinum, er eins
víst að þau verði aldrei tekin í
notkun, vegna þess að andspyrn-
an gegn þeim eykst stöðugt.
Af hverju stafar bresturinn? Sér-
hver flugvél — meira að segja
pappírsskutla —- ryður loftinu frá
sér þegar hún flýgur. Það veldur
þó ekki neinum örðugleikum, á
meðan hún fer ekki hraðara en
hljóðið, sem berst með því sem
næst 1200 km. hraða á klst. við
yfirborð sjávar. En fari hún fram
úr hraða hljóðsins, vinnst öreind-
um loftsins ekki tími til að víkja
sér undan. Þær þrýstast saman og
mynda einskonar múr af sam-
þjöppuðu lofti.
Stefni flugvélarinnar stingst inn
í þennan múr, eins og skipsstefnið
sker vatnið, og loftið ryðst frá í
allar áttir. Við það myndast keilu-