Úrval - 01.11.1969, Síða 67

Úrval - 01.11.1969, Síða 67
B.JÖRGUNIN SÉM VIRTIST . . . . 65 hann. Það var búið þannig um hann, að hann sæti líkt og í sæti, svo að hann ætti auðveldara með að vernda Campbell fyrir skakka- föllum á leiðinni niður. Björgunar- mennirnir settu sig nú í stellingar, gengu vandlega frá öllum sigútbún- aðinum og létu mennina tvo síga út yfir hamrabrúnina. í fyrsta siginu komust þeir Camp- bell og Wilson á syllu um 470 fet- um neðar. Hinir fylgdu svo á eftir þeim. Þeir áttu enn 1430 fet ófar- in. Og nú lentu þeir í alvarlegum vandræðum. Næsta sylla fyrir neð- an þá var stór og var kölluð „Stúk- an“. Ortenburger lét stein falla út yfir hamrabrúnina og byrjaði strax að telja. Þannig ætlaði hann að reikna út, hve langt væri niður á stóru sylluna. „Sex sekúndur,“ hróp- aði hann, þegar steinninn skall á sylluna. „Sex hundruð fet!“ Það er mjög erfitt að hafa stjórn á sjúkra- börum, séu þær látnar síga meira en 300 feta vegalengd. Og því yrðu þeir nú að finna eina til tvær aðr- ar syllur, sem þeir gætu numið staðar á á leiðinni niður til „Stúk- unnar“. En þeir gátu ekki séð neina aðra syllu. „Jæja, það er aðeins ein leið til þess að ganga úr skugga um það,“ sagði Ortenburger og lét sig síga út yfir brúnina. Stundum „gekk“ hann niður eftir hamraveggnum, en þess á milli sveiflaði hann sér fram og aftur í leit að fótfestu. Þannig leið hálftími. Svo heyrðist rödd hans skyndilega í móttökutækinu þeirra: „Ég er búinn að finna eina!“ Hann hafði „lent“ á mjórri syllu, sem var um 200 fetum fyrir neðan þá. Þeir urðu glaðir við og tóku nú að láta sig síga niður hamarinn að nýju. En þeim brá heldur en ekki í brún, þegar þeir voru allir komn- ir niður á sylluna tveimur tímum síðar. . . . „Syllan“ var aðeins ör- mjó brún, sem skagaði út úr hamr- inum. Hún gæti bilað undan þunga þeirra á hverri stundu. Þeir festu mjög varlega krók í sylluna, og að klukkustundu liðinni voru þeir komnir niður á öruggari syllu 100 fetum neðar. Þeir þyrftu ekki að standa í fleiri selflutningum, ef „Stúkan“ væri aðeins 300 fetum fyrir neðan þá. En var það víst? Það gat verið stórhættulegt að láta sjúkrabörurn- ar síga niður, ef þeim tækist svo ekki að koma þeim alla leið niður í „Stúkuna". Slíkt væri stórhættulegt jafnvel þótt aðeins vantaði nokkur fet upp á. Þá mundi Campbell ekki komast lengra, heldur mundi hann sveiflast þar fram og aftur í nætur- myrkrinu. Svo yrði næstum alveg ómögulegt að ná honum upp á hina sylluna aftur. EKKI ÞUMLUNGUR AFLÖGU! Sólin var að setjast í rauðu eld- flóði, þegar Ortenburger lét sig síga út yfir hamrabrúnina enn einu sinni. Hann var orðinn þreyttur og svangur. Enginn hafði fengið neitt annað en nokkra súkkulaðimola til þess að viðhalda líkamskröftunum. Reyndist kaðall Ortenburgers of stuttur, hefði hann alls ekki nægi- lega krafta lengur til þess að klifra upp aftur. Það leið næstum heil klukku- stund, þangað til rödd Ortenburg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.