Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 79
HINIR FRÁBÆRU HÖNNUÐIR ÍTALÍU
77
„Það ber einkum að hafa eitt í
huga, hvað núverandi formbyltingu
og „hönnunarsprengingu“ snertir.
Árið 1962 varð mjög alvarlegur
samdráttur í efnahags- og atvinnu-
lífi Ítalíu. Þessa samdráttar gætti
einna mest á sviði byggingariðnað-
arins. Því varð brátt stór hópur
snjallra arkitekta atvinnulaus.
Venjulegt hyggjuvit rak þó til þess
að fara að hanna ýmsa minni hluti
en hallir, t.d. stóla, ljóstæki, svefn-
herbergi, útvarpstæki og fatnað
allt mögulegt. Og þegar öllum þess-
um hlutum hafði verið safnað sam-
an á einn stað, hrópaði einhver:
„Þetta er nýja ítalska línan!“ Og
nú eru allir vitlausir í hana.“
HÓPUR SNILLINGA
Það voru tveir glæsilega hannaðir
og unnir hlutir til daglegrar notkun-
ar, framleiddir af tveim verksmiðj-
um, sem urðu fyrst til þess að beina
athygli minni að hlnni stórkostlegu
ítölsku hönnun. Ég man enn eftir
því, hversu mér brá óskaplega, er
ég sá fyrstu Olivetti-ritvélina mína
fyrir nokkrum árum. Ég varð al-
veg steinhissa á einfaldleika forms-
ins og hönnunarinnar. En svo þegar
ég fór að nota vélina og fann, hversu
vel hún vann og hvílíkt stórkostlegt
samstarf var milli allra hluta henn-
ar, gerði ég mér jafnframt grein
fyrir þeirri skipulagningargáfu og
smekkvísi, sem lá að baki þessar-
ar athyglisverðu vöru. Og svo upp-
götvaði konan mín Necchi-sauma-
vélina, meðan ég var að skoða
Olivetti-ritvélina, en sú vél er ann-
að gott dæmi um hin róttæku, nýju
viðhorf til forms og hönnunar, sem
einkennast af þeirri viðleitni að
sameina fegurð og notagildi.
Sagan að baki Olivetti-ritvélinm
og Necchisaumavélinni er dæmigerð.
í báðum tilfellum lögðu hinir
slungnu framleiðendur hönnunar-
vandamál sín fyrir listamann með
þessum fyrirmælum: „Athugaðu og
rannsakaðu að nýju frá rótum öli
þau vandamál, sem tengd eru fram-
leiðslu og notkun þessarar vélar.
Ákveddu svo, hvernig hún ætti að
líta út í heimi nútímamannsins og
láttu þig engu skipta allar fyrri hug-
myndir og viðhorf, sem tengd eru
slíkum vélum. Maðurinn, sem þessir
framleiðendur sneru sér til, var hinn
snjalli listamaður og arkitekt, Mar-
cello Nizzoli.
Nizzoli var hinn fyrsti þessara
nýju, róttæku hönnuða. Hann var
ekki í föstu starfi hjá neinum og
var fær um að finna lausn á sér-
hverju vandamáli, allt frá því að
„teikna, skipuleggja og „hanna“ nýja
borg til þess að finna upp skrúfu til
þess að halda tveim trjábútum sam-
an. Á Ítalíu eru nú um 40 snjallir og
Skór eftir Ferragamo