Úrval - 01.11.1969, Side 124
122
TJRVAL
rænu þjálfunarstarfsemi.
Mér finnst alltaf heppilegast að
skipta henni í þrennt til skýringar.
Hin hugræna þjálfun er: 1) Þjálfun
og tamning hugsunarhæfileikans, til
þess að hann verði lipur og þægur
starfsmaður í sálarlífinu. 2) Rækt-
un skapgerðarinnar, útrýming galla
með því að leggja skipulega áherzlu
á kosti, t. d. sannleiksást, hugrekki
o. s. frv. 3) Sjálfsleit, það er að
reyna að komast með sjálfsathug-
un til þess, sem maður er í raun og
veru.
Þetta þrennt felst allt í daglegri
hugleiðingu yoganemans. Honum er
ráðlagt að vera mjög reglufastur og
árvakur í hugleiðingunni, hugleiða
á vissum tímum og oft á dag stutta
stund í einu, en aðallega á einhverj-
um vissum tíma, og oftast er ráð-
lagt að gera það strax eftir fóta-
ferð og þá 10—30 mínútur í einu,
eftir því sem þurfa þykir. Langar
hugleiðingar eru ekki aðalatriðið,
heldur föst, ákveðin, innileg og
djúp hugleiðing, laus við uppgerð
og ímyndun, svo laus við slíkan
vandræðagróður, að maður þarf að
komast upp á lag með að verða eins
og nakin sál, hafandi lagt til hliðar
allt, sem við höfum ímyndað okkur
um sjálf okkur og höldum, að við
vitum.
Hugleiðingarverkefnin eru byggð
upp þannig, að öll þessi þrjú atriði
komi strax fram, hugþjálfun, skap-
gerðarrækt og sjálfsleit. Hugsunar-
hæfileikinn er látinn þreifa fyrir
sér eftir uppsprettu sjálfsvitundar-
innar, hann er látinn fást við dyggð-
ir, sem maður vill ávinna sér, og
hann fær líka ýmiss konar æfing-
ar, sem eru bein hugræn leikfimi
eða bein einbeitingaræfing. Öll
skipulögð hugsun er æfing í ein-
beitingu. En lengi framan af er öll
hugleiðing aðeins einbeiting hugans
að fastákveðnu verkefni, glíma við
að halda honum föstum við það og
skoða það.
Fyrsta stig hugleiðingarinnar er
þannig einbeiting hugans, og það
heitir hjá Indverjum Dharana. Á
því stigi eru allir byrjendur, og
annað og þriðja stigið, er taka við
af því, eru naumast skiljanleg öðr-
um en þeim, sem komnir eru tals-
vert áleiðis í andlegri þjálfun. En
á sanskrít heita þau Dhyana og
Samadhi. Dhyana er eiginlega: fyr-
irhafnarlaus íhugun, það er að geta
íhugað verkefni stöðugt, án þess að
hafa nokkuð fyrir því í huganum,
það er eins og hinn athugandi hug-
ur sameinist rannsóknarefninu. ■—
Samadhi er yfirskilvitlegt hugar-
ástand.
Við skulum fjölyrða svolítið um
hugleiðingarverkefni, svo að gildi
þeirra verði ljósara.
Venjuleg kristin bæn er t. d. mjög
gott hugleiðingarverkefni, t. d. Fað-
ir vor. Þá er auðvitað keppikeflið
að láta athyglina fylgja hverju orði
og merkingu þess. og hún má hvergi
hvarfla frá, þótt maður kunni bæn-
ina vel. Meðan maður kann ekki
textann, hvílir athyglin við það að
muna röð orða og setninga. En fyrst
þegar maður kann hann reiprenn-
andi, fer hann að geta hugleitt inni-
hald orðanna. Lesturinn í huganum
má ekki verða ósjálfráður, athygl-
in verður að fylgjast með. Þetta er
ekki eins auðvelt og menn halda.