Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 29

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 29
HINIR FURÐULEGU SLÖNGUTEMJARAR ... 27 gleraugnaslöngu, lofa þeir henni, aS þeir skuli sleppa henni aftur eftir 6 mánuði.“ Þetta viðhorf þeirra gagnvart gleraugnaslöngunum er gerólíkt viðhorfi Múhameðstrúar' manna, því að í þeirra augum er gleraugnaslangan aðeins tæki, sem nota má til þess að hafa ofan af fyrir sér, þótt þar sé reyndar ekki um neitt sældarlíf að ræða. „Það fer fram hátíðleg athöfn, þegar gleraugnaslöngu er sleppt lausri,“ sagði ungi leiðsögumaður- inn okkar, hann Ravi. „Við þvoum dálítinn blett á jörðinni, leggjum hana á blettinn, setjum kjöt og mjólk fyrir framan hana og ástund- um hugleiðslu í hálftíma. Svo för- um við með hana inn í skóginn, sem hún kom úr, setjum kjöt og mjólk hjá henni enn á ný og sleppum henni svo.“ „Þær eru sannarlega heilagar, „cobrurnar", herra,“ sagði hátíðleg- ur Hindúi, klæddur blárri, upplit- aðri skikkju. „Þær vernduðu guð okkar, Krishna, á hættustundu. Og þær vernda okkur, ef við förum ekki illa með þær.“ Ravi kinkaði kolli. „Ef kónga- cobra er óvart drepin, fær hún glæsilega jarðarför, alveg eins og manneskja.“ SLÖNGUTAMNINGARSKÓLI Nú gekk virðulegur maður til okkar. Þetta var hávaxinn, rosk- inn maður með risavaxið yfir- skegg. Þetta var annar „guru“, annar spekingur, sem kenndi börn- unum að gerast slöngutemjarar. Eg spurði, hvort ég gæti fengið að sjá nemendurna við nám sitt. Hann kinkaði kolli og kallaði eitthvað á Hindi. Augnabliki síðar kom hópur drengja hlaupandi út úr næstu kofum og myndaði hóp umhverfis okkur. Tveir drengir settust í miðj- an hringinn. Annar þeirra var að- eins þriggja ára snáði. Hann hélt á lítilli hljóðpípu. „Cobra!“ hrópaði kennarinn. Einn mannanna tók lok- ið af strákörfu, og í ljós kom stór gleraugnaslanga, sem skauzt upp úr körfunni og hlykkjaðist hratt af stað í áttina til næsta runna. „Náðu henni!“ hrópaði kennar- inn. Litli snáðinn greip prik, sem lá við fætur honum og þaut á eftir gleraugnaslöngunni. Hann sló hana með prikinu og hélt henni þannig fastri við jörðina, að því er virtist alveg fyrirhafnarlaust, líkt og þetta væri lítill grasmaðkur. Svo tók hann hana upp með spýtunni og slengdi henni í körfuna. „Drengur- inn heitir Ban Wari,“ sagði Ravi stoltur. „Eftir nokkur ár verður hann bezti slöngutemjari í Ind- landi.“ Eg bjóst til brottferðar. Ravi sagði við mig. „Guru segir, að þér skuluð koma á morgun. Þá ætla þeir að láta mongoose og cobru berjast." LOÐINN HEIMSPEKINGUR Þegar við komum til þorpsins næsta dag, hafði hópur manna þeg- ar safnazt saman til þess að horfa á viðureigninga milli þessara tveggja fornu óvina. Mongoose er pínulítil, loðin skepna með furðu- lega skær augu. Hún hljóp fram og aftur og togaði í langt band, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.