Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 113

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 113
MORÐ í MISSISSIPPI 111 um á bifreið Price, sem ekið var á oísaferð á eftir stationbifreið ungu mannanna. Price var kominn ná- lægt henni, þegar Chaney beygði af aðalveginum inn á mjóan hlið- arveg. Varalögreglustjórinn elti hann á fullri ferð inn á hliðarveg- inn. Svo sá Chaney rauðu aðvör- unarljósin á lögreglubifreiðinni og stanzaði. Prica gekk að bifreið ungu mannanna og sagði: „Eg hélt, að þið ætluðuð tilbaka til Meridian.“ „Við vorum á þeirri leið,“ svar- aði Chaney. „Þið hafið þá sannarlega tekið á ykkur krók,“ sagði Price. ,,Út úr bílnum með ykkur!“ Hann opnaði hurðina og kippti Chaney út úr bílnum. Þeir Sch- werner og Goodman stigu út og settust í aftursæti lögreglubifreið- arinnar. Þegar Chaney hélt á eftir þeim, lamdi Price hann í höfuðið með barefli og ýtti honum svo inn í lögreglubifreiðina. Einn af Klan- félögunum settist svo við stýrið í bifreið ungu mannanna. Svo sneri bílalestin við og lagði af stað til Philadelphia. Kannske hafa ungu mennirnir álitið sem snöggvast, að það væri verið að fara með þá í fangelsið að nýju. Á leiðinni stönzuðu þeir við Chevroletbifreið, sem beið við veg- arbrúnina, og tóku upp þrjá Klan- félaga. Einn þeirra var sölumaður, Wayne Roberts að nafni. Skömmu síðar beygði Price inn á malarveg, ók eftir honum stuttan spöl og stanzaði svo. Frásagnir þeirra Jordans og Bar- nette um það, sem á eftir fór, voru ekki samhljóða. Jordan hélt því fram, að hann hafi farið úr bif- reiðinni, þegar beygt var inn á malarveginn, og hafi hann átt að bíða þar eftir Chevroletbifreiðinni. Hann sagðist hafa beðið þarna við vegamótin og hafi skömmu síðar heyrt ,að hinar bifreiðarnar stönz- uðu, og síðan hafi svo kveðið við skot. Hann sagði, að hann hefði lagt af stað þangað og þegar hann hefði komið á staðinn, hefðu ungu mennirnir þrír þegar verið látnir. Barnette hafði aðra sögu að segja. Hann sagði, að Jordan hefði verði viðstaddur á morðstaðnum, þegar morðin voru framin. Frásögn hans var á þessa leið: „Wayne (Ro- berts) hljóp fram hjá bílnum mín- um í áttina að bíl Price, áður en ég komst út úr bílnum, opnaði vinstri afturhurðina, dró Schwerner út úr bílnum og sagði: „Ert þú þessi niggarasleikja?“ Schwernersvaraði: „Herra minn, ég veit, hvernig yð- ur er innanbrjósts." Wayne var með skammbyssu í hægri hendinni. Svo skaut hann Schwerner. Wayne fór svo aftur að bíl Priee og dró Goodman út úr bílnum. Svo fór hann með hann út á vinstri vegarbrún og skaut hann. Þá sagði Jim Jordan: „Geymið einn handa mér!“ Svo fór hann út úr bíl Price og dró Chaney út. Eg man, að Chaney hörfaði aftur á bak. Hann sneri að veginum. Jor- dan stóð á miðjum veginum og skaut hann. Svo sagði Jordan: „Þið skilduð bara eftir niggara handa mér, en ég drap þó að minnsta kosti niggara." Billi Wayne Posey sagði svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.