Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 96

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL herferðar þeirrar, sem beinast Skyldi að því að fá negrana til þess að láta skrá sig á kjörskrá. Einn helzti samstarfsmaður hans var tvítugur, grannvaxinn negri í Meri- dian, James Chaney að nafni. Hann kynnti Schwerner fyrir ýmsum negrum þar í bæ og ók fyrir Sch- werner bláa Ford-stationbílnum, sem var í eigu Ráðs hinna samein- uðu félagasamtaka negranna. Hann var þaulkunnugur öllum malarveg- unum, sem hrísluðust um skógana og strjálbýlar sveitirnar umhverfis bæinn. Þetta vor hélt hann oft inn í afskekkta hliðarvegi, þegar hann hélt, að einhver væri að veita þeim Schwerner eftirför. I augum flestra hvítra bæjarbúa var Schwerner aðskotadýr, sem var komið þangað af ráðnum huga til þess að stofna til óeirða. Klanfé- lagar kölluðu hann brátt „Geithaf- urinn“ sín á milli í fyrirlitningar- tón (því að hann var með vanga- skegg). Þeir kölluðu hann líka „trúlausa Gyðinginn". Hann fór að fá upphringingar ýmissa, sem létu ekki nafn síns getið, en jusu yfir hann svívirðingum og hótunum í þessum dúr: „Helvítis kommúnist- inn þinn.... „Við viljum ekki neina trúleysingja hérna.“. . „Snautaðu úr bænum, eða þér verður annars kálað.“ Þeir létu sér ekki nægja svívirð- ingar og formælingar, ónæði og ógnanir. Nokkrum vikum á undan ,,herkvaðningarfundi“ Bowers í af- skekktu kirkjunni í skógarrjóðrinu höfðu Hvítu riddararnir komið saman með leynd í Meridian til þess að ræða, hvað gera skyldi við Schwerner. „Hann er leiðtogi Ráðs hinna sameinuðu félagasamtaka negranna,“ sagði einn þeirra. „Við ættum að kála honum.“ En Klanfélagi einn úr næsta hreppi, sem staddur var á fundi þessum, greip þá fram í. „Látið þið Geithafur eiga sig,“ sagði hann í varnaðarskyni. „Þið komið okkur bara í klandur, ef þið gerið það ekki. Fylkisstjórn Ku Klux Klan- samtakanna hefur þegar samþykkt útrýmingu hans . . . en það er bara önnur félagsdeild, sem á að sjá um hana.“ Og þannig hafði félagsmönnum verið tilkynnt, að Schwerner ætti ekki langt eftir ólifað. BLÓÐ OG ELDUR Um miðjan júnímánuð kom fram- varðarliðssveit innan Ráðs hinna sameinuðu félagssamtaka negranna saman í Vestræna kvennaskólanum í bænum Oxford í Ohiofylki. Þar var um 200 manna sveit að ræða, sem komin var þar saman til þjálf- unar. Þau Rita og Mickey Schwer- ner og James Chaney óku þangað norður eftir, þegar þrír dagar voru eftir af fyrsta námskeiðinu. Flestir sjálfboðaliðarnir, sem þar voru saman komnir, voru háskóla- stúdentar, frá 18 til 25 ára að aldri. Fjórir af hverjum tíu þeirra voru konur. Þeir voru alls ekki komm- únistar, heldur voru flestir þeirra hugsjónamenn og konur, sem áttu það eina markmið að hjálpa negr- unum í Suðurríkjunum að bæta kjör sín. Námskeiðið stóð í eina viku, og á því fluttu 80 þauvanir starfs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.