Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 116

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 116
114 ÚRVAL ið meiri en 1000 dollara sekt og eins árs fangelsi. Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði úr- skurði þessum strax til Hæstarétt- ar og fór fram á það, að öll ákæru- atriðin skyldu tekin fyrir í rétti að nýju hið allra fyrsta. Verjendur mótmæltu því, að málinu yrði hraðað, og þeir báru sigur af hólmi. Málið skyldi sett á málaskrá Hæsta- réttar og bíða þess, að röðin kæmi að því. MIKILL ÁVINNINGUR Meðan á þessu málavafstri stóð, vofði ógn skyndilegra, miskunnar- lausra ofbeldisverka stöðugt yfir Mississippifylki. Ofbeldisógnir Klanfélaganna einkenndust af hrokafullri fullvissu um, að þeir þyrftu ekkert að óttast af hálfu réttvísinnar. Sam Bowers gaf út tilskipun um, að þ. 1. desember 1964 skyldi „þriðju og fjórðu gráðu ofbeldis- verkum" hætt um sinn, þ. e. sprengjukasti, íkveikjum og dráp- um, og skyldi hlé þetta standa yfir í 90 daga. Hann hafði ekki ákveðið þetta af mannúðarástæðum. Launa- greiðslur til lögfræðinga fyrir vörn Klanfélaga í Mississippifylki voru óðum að tæma alla sjóði samtak- anna, og nú þurfti að efla þessa sjóði að nýju. En það var ekki hægt að halda aftur af hinum ofstopafyllstu. Um hálf tylft Klanfélaga kom saman af tilviljun í kaffihúsi einu í Vidalia í Louisianafylki, litlum bæ vestan Mississippiárinnar, beint á móti Natchez í Mississippifylki. Meðan þeir ræddu um tilskipun Bowers og framtaksleysi það og „heiguls- hátt“, sem einkenndi nú samtökin, lék einn þeirra sér að silfurdollar. Og þannig leit Silfurdollarahópurinn dagsins Ijós. Þar var um að ræða leynifélag innan samtakanna, leyni- félag, sem hafði eingöngu ofbeldis- verk á stefnuskrá sinni. Fyrsta ikveikjumorð þeirra var framið þ. 10. desember, og á næstu mánuðum frömdu þeir fleiri of- beldisverk. Til dæmis tegndu þeir dínamitsprengjur við ræsi- og raf- kerfi einkabíls og vöruflutningabíls og ollu þá dauða eins manns og al- varlegum meiðslum annars. Alrík- isrannsóknarlögreglan þykist ör- ugglega vita, hvaða Klanfélagar frömdu verknaði þessa, en það var ekki hægt að finna vitni, sem væru fáanleg til þess að bera vitni. Flestir hvítra íbúa Mississippi- fylkis kunna að hafa verið hlynnt- ir kynþáttaaðskilnaði, en þeir gátu ekki fyrirgefið slík dráp. Reiði al- mennings í garð Hvítu riddaranna og viðbjóðar á þeim fór vaxandi og náði loks hámarki, þegar Klan- félagar myrtu Vernon Dahmér, 58 ára gamlan, svartan bónda, sem bjó nálægt Hattiesburg. Dahmer var á margan hátt sér- stæður maður. Hann átti 400 ekru býli, rak dálitla nýlenduvöruverzl- un, sem var aðeins nokkra metra frá snotra bænum hans, og rak þar að auki sögunarmyllu. Oft fór hann með baðmullartínsluvél sína eða heybindingarvél heim á bæi hvítra nágranna sinna og hjálpaði þeim við uppskerustörfin, áður en hann lauk við uppskerustörfin heima á sínum bæ. Dahmer átti marga vini,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.