Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 12

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 12
10 ÚRVAL Hér á eítir fara ráð þau, sem þessir læknar gefa um það, hvernig fólk skuli haga lífi sínu, eigi það að eignast betri heilsu og lengri lífdaga hér á jörðu. 1. Gerðu þér grein fyrir því, að það er fyrst og fremst undir sjálf- um þér komið, hvort þér hlotnast lang-lífi. Um þetta farast dr. Bruce E. Douglas svo orð, en hann er for- stöðumaður þeirrar deildar Mayo- lækningamiðstöðvarinnar, sem hef- ur rannsókn og meðhöndlun ,,sjúk- dóma af völdum umhverfisins“ að sérgrein: „Langlífi er nú komið undir lífsháttum einstaklingsins í miklu ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, burtséð frá slysum, að sjálf- sögðu.“ Hin geysilega aukning með- alaldurs í Bandaríkjunum er að þakka nútímalæknavísindum, rann- sóknum og ýmsum opinberum heilsugæzluaðgerðum. Meðalaldur- inn í Bandaríkjunum var 70.5 ár árið 1967, og hafði hann aukizt um 22 ár frá árinu 1900. Sjúkdómar þeir, sem ollu flestum dauðsföllum í byrjun aldarinnar, voru hinir smitnæmu sjúkdómar, lungnabólga og inflúensa, berklar, blóðkreppu- sótt, garnabólga og barnaveiki. Þriðjungur samanlagðra dauðsfalla var af þeirra völdum. Vegna fram- fara í heilbrigðisháttum, hreinlæti og læknavísindum eru allir þessir sjúkdómar nú komnir neðarlega á listann yfir hættulega sjúkdóma. Dr. Douglass segir, að sjúkdómar þeir, sem nú valda flestum dauðs- föllum, séu sjúkdómar þeir, sem helzt hrjá miðaldra og gamalt fólk. 75% dauðsfalla meðal fullorðinna eru af völdum æðakölkunar og krabbameins, að undanskildum dauðaslysum. En samt getur vök- ull einstaklingur áorkað meiru en læknirinn til þess að varna því, að hann fái þessa sjúkdóma. Þegar við öðlumst þessa vitneskju, verð- ur hún okkur hvatning til þess að láta ekki reka eins á reiðanum og áður, hvatning til þess að hætta að ríghalda í þá skoðun, að við getum lítið gert í þessu efni. Þessi vitn- eskja verður okkur hvatning til þess að hugsa betur um heilsu okk- ar og fara betur með okkur. 2. Farðu reglulega í læknis- skoðun. Dr. Albert Hageman, forstöðu- maður blóðmeina og lyflæknissjúk- dómadeildar lækningamiðstöðvar- innar, heldur því fram, að slíkt sé eitt öruggasta ráðið til þess að halda góðri heilsu. Röntgenmynd af brjóstholi getur leitt í ljós skemmd á byrjunarstigi. Með blöðruhálskirtilsskoðun er hægt að finna beræxli. Hjartalínurit getur bent til þess, að um æðakölkun sé að ræða, og blóðþrýstingsprófun sýnir hvort sjúklingurinn hefur of háan blóðþrýsting eða hvort hann er mjög móttækilegur fyrir þann kvilla. Sé um slíkt að ræða, er hægt að hefja tafarlausar aðgerð- ir til þess að koma í veg fyrir, að blóðþrýstingurinn verði of hár. Það er einkum á hinum hættu- lega aldri milli fertugs og fimm- tugs, að menn verða fórnardýr þessara hættulegu sjúkdóma nú- tímans. Dr. Douglass hefur þetta að segja í því sambandi: „Við höf- um komizt að því, að komist mað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.