Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 60

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 60
58 ÚRVAL svipuð áhrif og blöndunartæki í hrærivél. Þau muldu ísinn og jarð- veginn og blönduðu öllu saman, svo að úr varð leðja. Langt fyrir ofan ísskriðuna fylgdust japönsku fjallgöngumennirnir með því í sjón- auka, er ísskriðan hreif með sér tjaldbúðir Tékkanna og þá alla, átta talsins. ísskriðan æddi niður eftir fjalls- hlíðinni, og efnismagn hennar jókst sífellt, er neðar dró,. og hún reif sí- fellt meira grjót og jarðveg með sér. Hún tók að skiptast í tvo risa- vaxna tauma. Annar flæddi yfir þorpið Ranrahirca, sem var tveim mílum fyrir sunnan Yungay, en hinn, sem var um míla á breidd og 60 fet á hæð, steypti sér yfir bæ- inn Yungay. Pérez horfði á skriðuna nálgast. Hann trúði ekki sínum eigin aug- um. Hún fór fram hjá honum og frænku hans í aðeins nokkurra metra fjarlægð, en flæddi yfir allt í bænum, götur, hús, bifreiðir og tré, allt, sem á vegi hennar varð, svo að það þurrkaðist alveg út. Hann titraði af magnvana angist, er hann sá móður sína og systur deyja fyrir augum sér aðeins tveim götulengdum í burtu. Þær héldu sér dauðahaldi hvor í aðra. (Pédez vissi það ekki þá, að fjölskylda hans fórst öll í hamförum þessum, móðir hans, fjórar systur og ellefu aðrir ættingjar). Frænka hans vein- aði stöðugt af stjórnlausri skelf- ingu, er leðjufljótið valt fram hjá í stórum bylgjum og jós upp kæf- andi rykmekki á leið sinni. 18.000 manns grófst undir leðju- fljótinu. Þeir einir, sem komust upp í hlíðarnar fyrir ofan bæinn, lifðu hamfarirnar af, þar á meðal Pérez og frænka hans og börnin 200 (sem eru nú flest munaðarleysingjar), sem voru að horfa á fjölleika- flokkinn. Annar bæjarbúi, sem slapp lífs af, hafði farið upp í kirkjugarðinn á Kirkjugarðshæð til þess að leggja þar blóm á gröf, en efst á hæð þessari er hvít, 60 feta há stytta af Kristi, sem breiðir biðj- andi út faðminn í áttina til Huas- caránfjalls. Einum þeirra, sem komust lífs af, varð svo að orði: „Allt til þessa örlagaríka sunnu- dags hafði verið dásamlegt útsýni yfir bæinn ofan úr kirkjugarðinum. En nú sést þaðan ekki tangur né tetur af bænum, að undanskildum krónunum á fimm hæstu pálma- trjánum . . . ekkert annað . . . að- eins leðja.“ Jafnvel nafn bæjarins hvarf. Fólk talaði hér eftir um þessa leðjuauðn sem „Ströndina", líkt og verið væri að ræða um yfir- borð dauðrar plánetu. f flóttamannabúðunum tveim, sem komið var á laggirnar fyrir þá, sem eftir lifðu, var fólk mjög ótta- slegið. Það tók viðbragð við hverja nýja hræringu. (Þetta sunnudags- kvöld mátti greina a. m. k. 25 minni háttar hræringar). Fólkið var ör- væntingarfullt og haldið óskaplegri skelfingu, þar eð það bjóst við öðr- um mjög slæmum jarðskjálftakipp. Það voru færri méiddir en nokkur hafði búizt við. Um þetta fórust einum lækni svo orð: „í flestum til- fellum var því þannig farið, að annaðhvort sluppu menn lifandi og ómeiddir eða lítt meiddir eða þeir dóu.“ I hundruðum afskekktra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.