Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 109

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 109
MORÐ í MISSISSIPPI 107 uð. Undir vinstri höndinni var gat, sem líktist kúlusári. Loks hafði þeim tekizt að losa líkið alveg úr leirnum. Einn rannsóknarlögreglu- mannanna smeygði hendi sinni í hliðarvasa á gallabuxuum, sem lík- ið var í, og dró upp veski. í því var sérherskráningarkort, sem á stóð nafnið Michael Henry Sch- werner. Rannsóknarlögreglumennirnir höfðu reist skýli úr segldúk yfir gryfjuna til verndar gegn sólskin- inu. Þeir héldu áfram seinunnu starfi sínu í rökkri byrgisins. — Klukkan 5.07 e. h. fundu þeir lík Andrews Goodmans. Handleggir hans voru líka teygðir fram yfir höfuð honum. Vinstri hönd hans var samankrept, og í lófanum hélt hann á leirkúlu. Nokkrum mínút- um síðar fundu þeir svo lík James Chaneys. Hann lá á bakinu við hlið Goodmans. Aðalbækistöðvum alríkisrann- sóknarlögreglunnar í Washington var tilkynnt um fund þennan á dul- máli. Og starfsmenn í Hvíta hús- inu tilkynntu fjölskyldum Good- mans og Schwerners í New York- borg og frú Chaney í Meridian þessar sorglegu fréttir. Síðan var allri þjóðinni skýrt frá fundi þess- um. Loks náðu rannsóknarlögreglu- mennirnir síðasta líkinu upp úr gröfinni. Það lá næstum 15 fetum fyrir neðan efri brún stíflugarðs- ins. Við nánari líkskoðun kom í Ijós, að i vinstra lunga Schwern- ers var ein byssukúla með .38 hlaupvídd. Goodman hafði einnig verið skotinn með einu skoti. En Chaney hafði þrjú skotsár, á kviðnum, bakinu og höfðinu. Líkin voru það mikið rotnuð, að það var ómögulegt að segja til um, hvort ungu mennirnir höfðu verið barðir, áður en þeir voru drepnir. Hópur rannsóknarlögreglumanna sigtaði jarðveginn í kringum gröf- ina og rannsakaði hann vandlega, allt niður í þriggja feta dýpt undir grafarbotninum í leit að sönnunar- gögnum, er gætu beint þeim á rétta slóð í leit að morðingjunum. Tveir aðrir hópar þeirra leituðu mjög ná- kvæmlega í nágrenninu. Þeir leit- uðu á hverjum skógarstíg, hverjum vegi og hverri trjáflutningagötu innan mílu fjarlægðar frá stíflu- garðinum. En þeir fundu ekki neitt, sem gæti hugsanlega hjálpað þeim við næsta viðfangsefnið . . . leitina að morðingjunum. MAÐUR MEÐ SLÆMA SAMVIZKU Það mátti greina það, að afstaða hvíta fólksins í Neshobahrepps var smám saman að breytast. Margir höfðu haldið sér dauðahaldi í þá trú, að hvarf ungu mannanna hefði verið bragð, sem Ráð hinna sam- einuðu félagasamtaka negranna hefði leikið til þess að afla sér rík- ari samúðar og eiga auðveldara með að safna fé. Nú hafði þessi kenning reynzt vera ímyndun ein. Og nú vissu íbúar Mississippifylkis, að morðingjar gengju lausir þeirra á meðal. En það eimdi enn eftir af ótta negranna við lögregluyfirvöldin í hinum ýmsu byggðarlögum á þess- um slóðum og tortryggni í garð Al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.