Úrval - 01.01.1971, Page 55

Úrval - 01.01.1971, Page 55
HINAR SKELFILEGU NÁTTÚRUHAMFARIR .. ■ 53 allt kyrrlátt í hinni 400 ára gömlu borg Huarás, suðurhliðinu að Callejón de Huaylas, fögrum dal, með bröttum fjallahlíðum á báða bóga. Dalur þessi er í næstum tveggja mílna hæð yfir sjávarmáli og er kallaður „Sviss í Perú“. Þetta leit út fyrir að verða ósköp ánægju- legur sunnudagur. Klukkan 3.24 síðdegis þennan fagra sunnudag var allt troðfullt af gestum á Hotel Monterrey, fjórum mílum fyrir ut- an Huarás. Það var fólk í sumar- leyfi, sem hafði farið þangað til þess að njóta hins þurra, tæra lofts þar. Nicole Krzyzanowski, hin lag- lega kona hótelstjórans, sat mak- indalega í setusal gistihússins ásamt manni sínum og 9 mánaða gömlum syni, þegar hún fann til jarðhræringar. En slíkt er mjög al- gengt í Callejóndal. Venjulega standa slíkar hræringar aðeins vfir í nokkrar sekúndur og hafa engin alvarlegri áhrif en þau, að það verður sem snöggvast hlé á sam- ræðum manna. En þessi jarðhræring hélt áfram. Hún magnaðist með hverri sekúnd- unni sem leið. Þrumuhljóð fyllti loftið, eins og hraðlest þyti rétt fram hjá gistihúsinu. Stórar flög- ur af múrhúðuninni féllu af múr- steinsveggjunum, og reykháfur hrundi. Gestirnir tóku að þjóta æp- andi út úr riðandi húsinu og út á garðflötina. Krzyzanowskihjónin hlupu líka út og stóðu þarna kyrr á grasflöt- inni og héldu hvort utan um ann- að. Þau riðuðu á fótunum og héldu í varúðarskyni utan um barnið á milli sín. Þeim tókst rétt með naumindum að halda jafnvæginu, er jörðin gekk í bylgjum undir þeim, lyftist og hneig á víxl. Það mynduðust sprungur allt í kringum þau, og vatn tók að seytla upp úr jörðinni. Það kraumaði ofboðslega í heitu hverunum, sem eru þarna nálægt gistihúsinu, og vatnið í þeim var nú ekki lengur tært, heldur rautt. Við munum cleyja, hugsaði frú Krzyzanowski, og hún fann, að alger skelfing gerði hana alveg magnlausa. Það var líkt og hún hefði fengið krampa af ótta. Hið ofboðslega æði jarðskjálftans stóð yfir í næstum heila mínútu, en það virtist vera heil eilífð. Fólkið, sem hnipraði sig saman í hópum fyrir utan gistihúsið, starði í aust- urátt, í áttina til hins snæviþakta tinds Cordillera Blanca, og minnt- ist þess, að árið 1941 höfðu tvö fjallavötn rofið sína náttúrlegu um- gerð og sent æðandi vatnsflóð, á hæð við þriggja hæða hús, niður yfir Huarás. Þá höfðu næstum 6000 manns týnt lífinu. Mundi slíkt end- urtaka sig? Hin náttúrlega umgerð fjalla- vatnanna haggaðist ekki að ráði í þetta skipti, svo að það kom ekki neitt flóð. En þegar frú Krzyzan- owski leit í áttina til borgarinnar Huarás, sá hún ógnvekjandi, dökkt ský rísa til himins yfir henni, en í borg þessari bjuggu 50.000 manns. Luis Felipe Caro hafði sagt af sér borgarstjórastarfinu í Huarás fyrir þrem dögum, svo að hann gæti gefið sig betur að starfi sínu sem námuverkfræðingur. Þegar jarð- skjálftinn hófst, var hann að fá sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.