Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 28

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 28
26 ÚRVAL slanga í garðinum hans. Hann gerði það að gamni sínu að fá slöngu- temjara til sín til þess að töfra burt slöngur úr garðinum. Og þegar slöngutemjarinn lék á hljóðpípuna, streymdu gleraugnaslöngur og ýms- ar aðrar slöngur undan runnum og úr ýmsum skúmaskotum, jafnvel undan veggtjöldunum og húsgögn- unum inni í húsinu. Enn veit hann ekki, hvernig slöngutemjararnir leika þetta bragð.“ í hinni ömurlegu borg Benares hitti ég féitan slöngutemjara úti fyrir hofi, sem yar fullt af öpum, sem heimtuðu hnetur af vegfarend- um. Hann sagði við mig: „Það er þrennt, sem ,,cobra“ óttast, mon- goose, páfuglar og apar.“ Aðstoðar- maður hans kinkaði kolli þessu til samþykkis. „EÍg hef séð hóp af ýlfr- andi öpum drepa „cobru" með prik- um og steinum. Þegar þeir höfðu drepið hana, tók forystuapinn hana upp og lagði hana upp að eyra sér og hlustaði eftir því, hvort hún væri örugglega dauð.“ HEILAGAR SLÖNGUR Loks komum við til Delhi og lögðum þaðan af stað til Morbund, sem er í rúmlega tíu mílna fjar- lægð frá borginni. Þetta er eitt furðulegasta þorp heims. I því búa um 2400 sálir, og er þar næstum eingöngu um að ræða slöngutemj- ara og fjölskyldur þeirra. „Það er alveg furðulegur staður," sagði Ba- bu. „Þar er eins konar slöngutemj- araháskóli, eins konar sambland af hinum frægu háskólum ykkar, Harvard, Yale og Princeton. Og þar er líka eins konar hæstiréttur slöngutemjara, en hann skipa 20 af elztu og vitrustu slöngutemjurun- um í gervöllu Indlandi. Þeir hafa jafnvel stéttarfélag með sér, sem nefnist Landssamband slöngutemj- ara Indlands. Þeir ræða um sín vandamál á sama hátt og pípulagn- ingarmenn eða trésmiðir mundu gera á Vesturlöndum." Á leiðinni sáum við mann, klædd- an skikkju, sem bar poka, sem bundinn var við endann á priki. Skömmu síðar sáum við nokkra menn, sem voru klæddir sams kon- ar skikkjum, og þeir báru allir langt prik á öxlinni, og við báða enda þess voru bundnir pokar. Þetta líktist helzt fornfálegum vog- um. „Þetta eru slöngutemjarar," sagði Babu. „f hverjum poka eru nokkrar slöngur. Tveggja-poka mennirnir teljast til aðalsins með- al slöngutemjaranna." Augnabliki síðar komum við auga á þorpið. Það var samsafn lít- illa kofa með stráþaki, er líktust helzt kofunum í Indíánaþorpunum í Mexíkó. Umhverfis okkur safn- aðist fljótlega stór hópur, og grann- vaxinn Hindúi, Ravi að nafni, tróðst fram fyrir hina. „Eg skal fara með ykkur til Moji Nath,“ sagði hann á ágætri ensku. „Hann er höfðinginn í Morbund og okkar mikli „guru“.“ Hann fór með okkur til gamals manns, sem hafði sítt, silfurhært skegg. Hann ávarpaði okkur vingjarnlega á Hindimáli. „Hann segir, að flestir slöngu- temjararnir hérna séu Hindúar," þýddi Babu fyrir mig. ,,í þeirra augum er gleraugnaslangan heilög eins og kýrin. Þegar þeir veiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.