Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 66

Úrval - 01.01.1971, Blaðsíða 66
64 ÚRVAL valdanna. Unglingar óttast nefni- lega ekki neitt nú til dags. Þeir eru vanir því í uppeldinu, að allt sé liðið. Er með þessu verið að segja, að ótti sé ekki alltaf neikvæður? Já, í vissum tilfellum er ótti jákvæður. Eg á ekki við, að börnin eigi að lifa í stöðugum ótta við foreldra sína. Báðir aðilar eiga að geta sagt meiningu sína, en þá á að gæta gagnkvæmrar virðingar og sann- girni. Fyrir nokkrum mánuðum var ég vitni að harðri deilu milli vinkonu minnar og 11 ára sonar hennar. Deiluefnið var kaka, sem hann mátti ekki fá. Mér ofbauð vaxandi frekja og óskammfeilni barnsins. Móðirin reyndi árangurslaust að koma vitinu fyrir drenginn. Að lok- um hrópaði hann: „Farðu til hel- vítis!“ og þegar hún lét sem ekkert væri, hrifsaði hann kökuna og hljóp út. Móðirin leit til mín í uppgjöf og sagði: „Hann er á breytingaskeiði og það þarf afskaplega mikinn þroska til að stilla sig, þegar hann lætur svona. Það er annars ákaf- lega erfitt að ala upp börn á þess- um tímum, þegar þau eru svona frísk. Finnst þér það ekki?“ — Svar mitt er nei! Flestir foreldrar sjá stundum hatur í augum barna sinna. En það, sem skiptir máli í því sambandi, er að börnin læri að veita reiði sinni útrás án þess að vinna öðrum tjón eða missa sjálfsvirðingu sína. Það er skynsamlegt að setja regl- ur og takmörk. Barni, sem veit vel hvað það má ganga langt, líður miklu betur og það á betra með að laga sig að umhverfi sínu heldur en hitt, sem alltaf er að þreifa fyrir sér hvað þetta snertir. í okkar fjölskyldu voru reglurn- ar mjög einfaldar: Þú mátt jagast og rífast eins mikið og þig langar til en eyðilegðu ekki neitt, sem þú ert ekki fær um að bæta. Að lokum er það vert íhugunar, að foreldrar eiga réttindi og þau réttindi -- eins og önnur - glatast ef þeim er ekki beitt. Eigir þú að velja um að veita barni þínu einhvern munað eða halda honum sjálfur, skalt þú vera eigingjarn annað slagið og vertu það með góðri samvizku. Börn verða að æfa sig í listinni að gefa og foreldrarnir tilheyra vissulega þeim, sem á að sýna tillitssemi. Þyki manni raunverulega vænt um börnin sín á maður ekki aðeins að uppfylla allar þeirra óskir, held- ur einnig að ala þau upp og leið- beina þeim. Hvort börnin þín verða ham- ingjusamar manneskjur er ekki komið undir því, hvað þú gerir fvr- ir þau, heldur hvað þú kennir þeim að gera sjálf til að finna ánægju í lífinu. Þýtt úr Det Bedste.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.